Borgari elti bílþjóf og hélt honum föngnum 22. maí 2010 05:30 Bílþjófur í höndum Lögreglunnar Eftir tveggja vikna bíltúr á stolnum bíl var þjófurinn króaður af og lögreglan kom á vettvang og hafði piltinn á brott með sér á öruggan stað að vera á. „Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Nei, ég var ekkert hræddur. Þessir strákar eru í mesta lagi fimmtíu kíló með skólatösku,“ segir Andri Þór Sigurjónsson, þrítugur tölvumaður, sem í gær handsamaði bílþjóf eftir eftirför frá Smáralind upp í Grafarholt. Þjófurinn var ásamt pilti og stúlku á jepplingi sem stolið var á föstudaginn fyrir hálfum mánuði af bílastæði Brimborgar á Ártúnshöfða. Þar var bíllinn til sölu en eigendur hans eru foreldrar vinar Andra, Helga Freys Sveinssonar. „Það sést af upptökum úr eftirlitsmyndavél að ungur piltur skýst inn í Brimborg klukkan átta um morguninn og kemur út með lykil að bílnum sem hann brunar síðan í burtu á,“ segir Helgi. Að sögn Helga lét lögreglan foreldra hans vita að stolið hefði verið bensíni á bílinn bæði hjá Olís og N1 og að þjófurinn hefði verið myndaður við þá iðju. Síðan hafi þjófurinn tvisvar sett stolin bílnúmer á jepplinginn. „Á þriðjudaginn mætti mamma bílnum þegar hún var að koma ofan úr Grafarholti. Við hringdum strax á lögregluna en þar sögðust menn því miður ekki geta sinnt málinu,“ segir Helgi. Laust eftir hádegi í gær var Andri Þór á ferð í nágrenni við Smáralind þegar hann kom auga á jeppling eins og þann sem stolið var frá foreldrum vinar hans. Hann taldi víst að þar væri stolni bíllinn því ökumaðurinn passaði við lýsingu sem hann hafði heyrt. „Ég elti hann bara. Fyrst að Kringlunni og endaði síðan uppi í Grafarholti. Ég held að hann hafi verið búinn að taka eftir því að ég var að elta því hann keyrði eins og fáviti,“ lýsir Andri eftirförinni sem endaði við fjölbýlishús við Prestastíg. Andri segist hafa lagt bíl sínum fyrir aftan bílinn sem þjófurinn ók þannig að ekki var unnt að aka honum burt. Pilturinn og stúlkan hafi stigið þar út úr bílnum en hann hafi ekki hleypt ökumanninum burt. „Ég hoppaði út og drap á bílnum hjá stráknum og ýtti honum aftur inn og lokaði hurðinni. Hann sagðist vera með bílinn í láni hjá „Jónasi“ en ég sagði að hann gæti reynt að ljúga því að löggunni og að hann ætti bara að bíða inni í bíl þar til hún kæmi.“ Helgi segir að laugardaginn eftir að bíl foreldra hans var stolið hafi átt að ganga frá sölu á honum. Þótt sú sala hafi farið út um þúfur sé bíllinn enn til sölu. „Það sér ekkert á honum þótt það sé ljóst að þjófurinn hafi keyrt hann mjög mikið og jafnvel sofið í honum að því er virðist,“ segir Helgi Freyr Sveinsson. gar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira