Þingmannanefnd ætlar að ljúka störfum fyrir ágústlok 27. júní 2010 18:41 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndar sem fjallar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, segir að nefndin stefni að því að ljúka störfum fyrir lok ágúst. Nefndin hefur ekki komist að niðurstöðu í málum ráðherra sem eru taldir hafa sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda bankahrunsins. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrarnir Geir H. Haarde, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen hafi sýnt af sér vanrækslu í aðdraganda hrunsins með því að bregðast ekki rétt við yfirvofandi hættu áður en bankakerfið hrundi í október 2008. Geir og Árni eru hættir í stjórnmálum og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, tók sér leyfi frá þingstörfum á meðan þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar fjallar um embættisfærslur hans. Nefndin á að ræða hvort tilefni sé til að ákæra ráðherra og þá útbúa ákæru og leggja hana fyrir Alþingi. Ef það verður niðurstaðan verður það samt þingsins að taka ákvörðun um ákæru, því samkvæmt lögum um Landsdóm er það Alþingi sem eitt er bært til að ákæra ráðherra vegna embættisfærslna þeirra. Atli Gíslason, sem er í sumarferð Vinstri grænna í Fljótshlíð, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þingmannanefndin myndi funda út alla næstu viku. Síðan tæki við fundarhlé í júlí en sá tími yrði nýttur af nefndarmönnum til að fara yfir gögn. Atli sagði að nefndin hefði skoðað rækilega mál allra ráðherra sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefðu sýnt af sér vanrækslu, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvort tilefni sé til að mæla með ákæru. Samkvæmt lögum um nefndina á hún að skila niðurstöðum sínum fyrir þinglok, en þau eru fyrirhuguð hinn 15. september næstkomandi. Atli sagði að nefndin stefndi að því að skila niðurstöðum sínum fyrir lok ágúst.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira