Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 08:00 Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrarliðinu og er með markahæstu mönnum í N1-deild karla. Fréttablaðið/Stefán Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira