Jón Ólafsson: Háskóli Íslands í vanda 18. maí 2010 09:17 Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn Háskóla Íslands hafa undanfarin ár reynt að gera tvennt á sama tíma: Keppa við aðra háskóla um nemendur og fjármagn eins og skólinn væri fyrirtæki á samkeppnismarkaði og færa rök fyrir því að besta og hagkvæmasta fyrirkomulag rannsókna og háskólamenntunar sé að fela Háskóla Íslands að sjá um þetta að mestu eða öllu leyti.Deila Snjólfs Ólafssonar og Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu síðustu daga varpar hins vegar ljósi á hvers vegna það er lífsnauðsynlegt fyrir Ísland að fleiri öflugir háskólar séu í landinu en Háskóli Íslands. Guðmundur Andri bendir á að í viðskiptadeild Háskóla Íslands hafi aðferðir íslensku fjármálafyrirtækjanna verið kynntar næsta gagnrýnislaust og nemendum gert að taka próf í þeim. Nemendur sem tóku þátt í námskeiðum þar sem heimsóknir fjármálaleiðtoganna voru hluti af námsefni hafa staðfest þetta. En í stað þess að reyna að verja sig eða jafnvel bara viðurkenna að menn hafi skort gagnrýni á þessum árum, kýs Snjólfur að ráðast á Guðmund Andra með ásökunum um að hann segi ósatt.Það má gefa sér eitt: Háskóli Íslands mun halda sig til hlés í þessari umræðu. Innan veggja hans mun enginn setja fram opinbera gagnrýni á viðskiptadeild eða Snjólf Ólafsson, hvorki fyrir kennslu hans eða kollega hans né rannsóknir þeirra. Snjólfur rannsakaði íslensku útrásina og þáði styrki fyrirtækja til þess. Í þeim "sýndi" hann meðal annars að íslenska útrásin væri einstakt fyrirbæri sem líklega afsannaði fyrri kenningar um alþjóðavæðingu í viðskiptum! Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands þyrfti að líta í eigin barm, gagnrýna sjálfan sig og gera breytingar í ljósi atburða síðustu ára. En það mun hann ekki gera. Það er vegna þess að hann er um þessar mundir rekinn eins og stórfyrirtæki sem eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta og þar sem allir þurfi að standa saman. Þetta er vandi Háskóla Íslands.En það er ekki hægt að vera "þjóðarskóli" og stórfyrirtæki á saman tíma. Í stað þess að stefna að enn meiri stækkun og útþenslu Háskóla Íslands ættu stjórnvöld að rækta fjölbreytnina með því að leggja kapp á að í landinu séu fleiri háskólastofnanir. Dæmið af því hvernig Snjólfur Ólafsson og félagar hans geta haldið sínu striki án þess að nokkur alvarleg gagnrýnisrödd heyrist frá þeirra eigin stofnun ætti að færa okkur sanninn um það.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun