Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bónusgreiðslurnar nái allt frá símadömunni og til forstjóra Skagen en alls vinna um 130 manns hjá félaginu.
Sjóðir Skagen AS eru þrir talsins og heita Skagen Vekst, Skagen Global og Skagen Kon-Tiki. Samkvæmt frétt e24.no hafa sjóðirnir reynst eigendum sínum eins og peningaprentvélar á síðustu árum og þess hafa starfsmenn félagsins notið í ríkum mæli. Bónusgreiðslur til starfsmanna eru mun hærri en gengur og gerist í Noregi.
„Við erum stoltir af árangri okkar fyrir viðskiptavinina," segir Harald Espedal einn af fimm eigendum Skagen AS. Þeir munu fá hver um sig rúmlega 120 milljónir norskra kr. eftir árið en 13,5 milljónir verða settar inn sem aukið eigið fé félagsins.
Á árinu 2009 jókst velta sjóðanna þriggja úr 57,3 milljörðum norskra kr. og upp í 94,7 milljarða norskra kr. eða um meir en 65%.