Helmingslíkur á að við vinnum þennan leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. september 2010 08:00 Heiðar Helguson á landsliðsæfingu í gær. Fréttablaðið/Anton Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“ Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Undankeppni EM 2012 hefst í dag. Fyrsti mótherji Íslands í keppninni er kunnuglegur en frændur vorir Norðmenn sækja okkur heim á Laugardalsvöllinn í kvöld. Ísland og Noregur voru einnig saman í riðli í síðustu undankeppni og þá enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Báðir leikirnir voru ágætlega leiknir af hálfu íslenska liðsins „Bæði þessi lið eru líkamlega sterk og ég geri ráð fyrir miklum átakaleik. Fyrir fram mætti kannski segja að það væru 60 prósent líkur á sigri Noregs. Þar sem við erum á heimavelli jafnast líkurnar og ég tel okkur eiga helmingsmöguleika á því að vinna þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær en hann er að stýra liðinu í sinni annarri undankeppni. „Það eru margir ungir leikmenn í liðinu að þessu sinni. Einhverjir þeirra munu byrja leikinn en ég hef ekki ákveðið hverjir það verða,“ sagði Ólafur sem mun væntanlega tilkynna byrjunarlið sitt í hádeginu í dag. Hann sagði það vera ljóst að einhverjar breytingar yrðu á liðinu og meðalaldurinn lægri en oft áður. Eiður Smári spilaði mjög vel í báðum leikjunum gegn Noregi í síðustu undankeppni en hann verður fjarri góðu gamni í kvöld þar sem landsliðsþjálfarinn gaf honum frí til þess að finna sér nýtt félag. „Auðvitað söknum við Eiðs Smára enda er hann okkar sterkasti leikmaður.“ Ólafur segir að það eigi ekkert að koma liðunum á óvart í leik hvorum annars. Þau þekkist vel eftir að hafa mæst í síðustu undankeppni. „Það eina sem gæti komið þeim á óvart er að við verðum með einhverja yngri stráka sem þeir þekkja ekki of vel. Þeir gætu tekið boltann á hælinn og boðið upp á einhverja stæla sem kæmu Norðmönnum á óvart,“ sagði Ólafur. Helsti styrkleiki beggja liða eru föstu leikatriðin. Norðmenn munu sakna stóra framherjans John Carew í kvöld en hann er frá að þessu sinni. „Carew er hættulegur í föstum leikatriðum enda frábær skallamaður. Það er því ágætt að vera laus við hann,“ sagði Ólafur. „Bæði lið eru líkamlega sterk og spila ekki beint brasilískan fótbolta. Við stöndum vel að vígi þar og erum tilbúnir í líkamlegan leik gegn Norðmönnum. Til þess að vinna leikinn þurfum við að vera á fullu allan leikinn og gefa okkur í verkefnið.“
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira