Frederiksen: Íslendingar fá lánið frá Dönum 8. janúar 2010 18:45 Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hefur Ritzau fréttastofan eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Danmerkur eftir fund hans með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra Íslands. „Fjármálaráðherra Íslands hefur tryggt að þeir muni standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar," segir Fredriksen. „Við erum ánægðir með þá afstöðu og þegar þeir standa við sínar skuldbindingar munum við standa við samkomulag okkar við Ísland." Danir hafa þegar borgað 600 milljónir danskra kr. af 3,5 milljarða danskra kr. láni sínu til Íslands. „Það er augljóst að ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður nei hafa skilyrðin breytst. En það verðum við að taka afstöðu til á þeim tíma," segir Frederiksen. Fram kemur í máli Frederiksen að Íslendingar hafi ekki beðið Dani um frekari aðstoð. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danir ætla að halda áfram greiðslum af láni sínu til Íslands þrátt fyrir óvissuna í Icesave málinu. Hinsvegar mun sú afstaða breytast ef Icesave frumvarpið verður fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hefur Ritzau fréttastofan eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Danmerkur eftir fund hans með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra Íslands. „Fjármálaráðherra Íslands hefur tryggt að þeir muni standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar," segir Fredriksen. „Við erum ánægðir með þá afstöðu og þegar þeir standa við sínar skuldbindingar munum við standa við samkomulag okkar við Ísland." Danir hafa þegar borgað 600 milljónir danskra kr. af 3,5 milljarða danskra kr. láni sínu til Íslands. „Það er augljóst að ef niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður nei hafa skilyrðin breytst. En það verðum við að taka afstöðu til á þeim tíma," segir Frederiksen. Fram kemur í máli Frederiksen að Íslendingar hafi ekki beðið Dani um frekari aðstoð.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira