Fótbolti

Messi meiddist á ökkla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi er hér borinn af velli í gær.
Lionel Messi er hér borinn af velli í gær. Nordic Photos / AFP
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, var borinn meiddur af velli í leik liðsins gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Talið er að hann verði frá keppni í þrjár vikur.

Félagið hefur staðfest að Messi skaddaði liðbönd á ökkla en brotnaði ekki. Hann mun gangast undir frekari skoðun í dag og verður þá hægt að meta hversu alvarleg meiðslin eru.

Messi meiddist í uppbótartíma leiksins sem Barcelona vann, 2-1. Það var Tomas Ujfalusi sem tæklaði hann og fékk áminningu fyrir. Hann var þegar á gulu spjaldi og fékk því rautt.

„Við erum ánægðir með sigurinn en erum leiðir vegna Messi," sagði Pep Guardiola, stjóri Börsunga. „Sjónvarpsmyndirnar tala sínu máli. Það er ekki bara Cristiano Ronaldo sem þarf að vernda. Dómararnir ættu að vernda alla leikmennina," bætti hann við.

Messi skoraði fyrra mark Börsunga í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×