Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús Valur Grettisson skrifar 9. nóvember 2010 22:13 Björk Guðmundsdóttir vill breyta álverinu í gróðurhús. „Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn. Björk Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
„Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn.
Björk Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira