Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús Valur Grettisson skrifar 9. nóvember 2010 22:13 Björk Guðmundsdóttir vill breyta álverinu í gróðurhús. „Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn. Björk Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn.
Björk Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent