Hvernig samfélag viljum við sjá? 21. október 2010 06:00 Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland. Og hvernig þjóðfélag viljum við sjá? Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það má meðal annars sjá í fjárlagafrumvarpinu og þær eru sláandi. Vegið er að velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar. Enginn skyldi velkjast í vafa um að fjárþörf ríkisins er gríðarlega mikil og öll þurfum við að færa fórnir og taka á okkur byrðar til að mæta henni. Ákvarðanir í dag hafa hins vegar áhrif á það samfélag sem við byggjum börnunum okkar. Aðgangur almennings að velferðarkerfinu, óháð efnahag og aðstæðum, er hornsteinninn í því velferðarsamfélagi sem launafólk hefur byggt upp hér á landi síðustu áratugi. Núverandi fjárþörf má ekki verða til þess að vegið sé að rótum þess velferðarkerfis. Í þeim óhjákvæmilega niðurskurði sem framundan er verður að líta til þess að vinna ekki skemmdir á velferðarkerfinu. Frekar á að fara hægar í sakirnar og greiða niður á lengri tíma, eða að leita annarra leiða, svo sem eins og í gegnum skattkerfið. BSRB hefur til að mynda lagt fram tillögur um frekari hækkun á fjármagnstekjuskatti en fyrirhuguð er, þannig að ekki þurfi að skerða framlög til fæðingarorlofssjóðs og barna- og vaxtabætur. Velferðarkerfið er ekki tölur á blaði sem hægt er að færa til að vild án afleiðinga. Velferðarkerfið er fólk af holdi og blóði, þjónusta þegnanna og öryggisnet þjóðarinnar. Verði niðurskurðarhnífurinn reiddur of hátt til höggs er hætta á því að óbætanlegur skaði verði unninn á uppbyggingarstarfi genginna kynslóða, til skaða fyrir komandi kynslóðir. Horfum fram á veginn og byggjum upp réttlátt þjóðfélag nýrra gilda samábyrgðar og jöfnuðar. Til þess að það sjá mögulegt, þurfa grunnstoðir velferðarsamfélagsins að standa óhaggaðar. Það er verkefni okkar allra.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar