Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði 29. apríl 2010 06:45 Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira