Ábyrgð lífeyrissjóða Kristján þór júlíusson skrifar 2. mars 2010 06:00 Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson skrifar um lífeyrissjóði. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja er ein forsenda endurreisnar atvinnulífsins. Þar þarf að leggja áherslu á að bjarga sem mestum verðmætum, samfélaginu til heilla. Þjóðin er enn í sárum eftir efnahagshrunið og reiðin í samfélaginu gagnvart stjórnvöldum og svokölluðum útrásarvíkingum, er skiljanleg. Við megum hins vegar ekki láta reiðina hamla endurreisnarstarfinu. Nú þurfa lífeyrissjóðir að taka á málum skuldunauta sinna. Þar er tekist á um álitamál um hvort sjóðsstjórnirnar eigi að fallast á nauðasamninga eða hvort keyra eigi viðkomandi fyrirtæki í þrot. Gríðarlegar fjárhæðir eru í húfi og glíma lífeyrissjóðanna stendur um hvort og hvernig eigi að endurheimta fjármuni við skuldameðferð fyrirtækja. Miklu skiptir fyrir hagsmuni sjóðfélaga hvaða leiðir eru valdar. Stjórnum sjóðanna ber fyrst og fremst að hugsa um hagsmuni sjóðsfélaga. Eru þeir reiðubúnir til þess að sæta skerðingu réttinda sinna ef önnur sjónarmið en viðskiptalegir hagsmunir eiga að ráða ákvörðunum lífeyrissjóðsins? Fyrsta stóra málið sem snýr að lífeyrissjóðunum varðar fjárhagslega endurskipulagningu Bakkavarar, þar sem stjórnendum er gefinn kostur á því að eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Fram hefur komið að skuldir fyrirtækisins nemi 62,5 milljörðum. Þetta eru miklir fjármunir og lífeyrissjóðirnir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hvort er mikilvægara fyrir lífeyrissjóðina að vinna með öðrum kröfuhöfum að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja eða keyra fyrirtækin í þrot og tapa þannig tugum milljarða króna sem leiðir til verulegrar skerðingar á lífeyrisgreiðslum, e.t.v. til langs tíma? Rökin verða að vera reiðinni yfirsterkari. Lífeyrissjóðirnir þurfa að standa vörð um hagsmuni sjóðsfélaga og tryggja þeim óskertar lífeyrisgreiðslur í framtíðinni, jafnvel þótt kaldur raunveruleikinn sé að þeir verði að vinna með mönnum sem eiga ef til vill ekki upp á pallborðið hjá stórum hluta þjóðarinnar. Hlutverk lánveitenda hlýtur að vera að tryggja fjárhagslega hagsmuni sína og þeim ber siðferðisleg skylda til þess, þótt ákvarðanir kunni að vekja óánægju. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar