Regluvæðing fjármálakerfisins 16. júní 2010 06:00 Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það hefur tekið næstum tvö ár frá falli Lehman Brothers og rúm þrjú ár frá upphafi fjármálakreppunnar fyrir Bandaríkin og Evrópu að gera umbætur á regluverki á fjármálamarkaði. Það ber líklega að fagna nýlegum betrumbótum á regluverki í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er jú allt að því almenn sátt um að orsakir fjármálakreppunnar megi rekja til afnáms regluverks, sem hófst á tímum Margaret Thatcher og Ronalds Reagan fyrir 30 árum. Óbeislaðir markaðir eru hvorki skilvirkir né stöðugir. En orrustan - og jafnvel sigurinn - hefur skilið eftir óbragð í munni. Fæstir þeirra sem bera ábyrgð á mistökum - hvort eð heldur seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópu eða bandaríska fjármálaráðuneytið - hafa gengist við þeim. Bandarískir bankar sem skildu eftir sig sviðna jörð í hagkerfi heimsins þráast við að grípa til nauðsynlegra aðgerða. Það sem verra er þá njóta þeir enn stuðnings frá seðlabankanum, sem hefði mátt búast við að myndi fara sér gætilegar í ljósi fyrri mistaka. Eftirlitsstofnanir hafa heilmikil ítök. Stóra spurningin er: getum við treyst þeim? Í mínum huga er svarið afdráttarlaust nei. Þess vegna verður að tengja stærri hluta af regluverkinu framhjá eftirlitsstofnunum. Það gengur ekki að útdeila eftirlitsaðilum ábyrgðinni en eftirláta þeim útfærsluna. Þetta vekur aðra spurningu: hverjum er treystandi? Í flóknum heimi fjármála hefur traustið hvílt hjá bönkunum (fyrst þeir græddu svona mikið, hlutu þeir að vera að gera eitthvað rétt!) og eftirlitsaðilum, sem margir hverjir höfðu áður starfað á fjármálamörkuðunum. Atburðir liðinna ára eru hins vegar vitni um það að bankamenn geta grætt á tá og fingri um leið og þeir grafa undan hagkerfinu og valda fyrirtækjum sínum miklu tapi. Það hefur líka sýnt sig að bankamönnum er „siðferðislega ábótavant". Dómstóll á til dæmis eftir að skera úr um hvort Goldman Sachs hafi brotið lög með því að taka stöðu gegn afurð sem fyrirtækið hafði búið til. Dómstóll fólksins hefur aftur á móti þegar kveðið upp sinn dóm um siðferðishlið sama gjörnings. Smáatriðin geta hins vegar ráðið úrslitum og erindrekar fjármálageirans hafa lagt mikið á sig til að tryggja að smáatriðin í nýjum reglunum séu vinnuveitendum þeirra í hag. Fyrir vikið líður líklega langur tími þar til við getum metið árangurinn af hverjum þeim lögum sem Bandaríkjaþing samþykkir að lokum. En skilyrðin sem lögin verða að uppfylla eru skýr: lögin verða að stemma stigu við þeim vinnubrögðum sem tefldu hagkerfi heimsins í tvísýnu, og stuðla að því að fjármálakerfið snúi sér aftur að raunverulegu hlutverki sínu - áhættustýringu, að ráðstafa fjármagni, lánveitingum (sérstaklega til smárra og meðalstórra fyrirtækja) og starfrækja skilvirkt launakerfi. Ný löggjöf mun vonandi gefa góða raun á ýmsum sviðum; afleiðuviðskipti verða færð í kauphallirnar og takmörk verða sett á verstu vinnubrögðin á íbúðalánamarkaði. Þá er útlit fyrir að hin svívirðilegu færslugjöld verði lækkuð en þau eru í raun eins konar skattur sem rennur beint í vasa kaupahéðna í stað samfélagsins. Annað er ólíklegt að nái fram að ganga: bankar sem eru of stórir til að falla eru stærra vandamál núna en fyrir kreppu. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjark til að nota þau úrræði sem þau hafa heldur borgað reikninginn fyrir hluthafa og skuldabréfaeigendur. Á því verður líklega ekki breyting meðan enn eru til bankar sem eru of stórir til að falla. Það eru ýmsar leiðir til að halda aftur af óhófi stóru bankanna, til dæmis kröftug útgáfa af hinni svonefndu Volcker-reglu (sem gengur út á að skikka banka sem njóta ríkisábyrgðar að halda sig fyrst og fremst við lánveitingar). Það væri kæruleysi af stjórnvöldum að nota ekki tækifærið og breyta kerfinu. ©Project Syndicate
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun