Tími gerjunar 23. júní 2010 05:45 Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir hið margumtalaða efnahagshrun hér á landi tekur við tími gerjunar. Gerjun er óvissa, eitthvað er að fæðast sem ekki er ljóst hvað úr verður. Slíkir tímar eru spennandi, stundum fálmkenndir en góðar hugmyndir koma gjarnan fram sem hægt er að byggja á. Menn þreifa sig áfram og þessi gerjunartími hjá okkur ætti að vera öllum tækifæri til að endurmeta vinnubrögð og leyfa nýjum hugmyndum að njóta sín. Líka að ræða í þaula það sem hefur verið nefnt til umbóta en ekki enn krufið nægjanlega. Þegar boðað hefur verið til stjórnlagaþings sem setja á lýðveldinu nýja stjórnarskrá, þyrfti almenn umræða að verða í samfélaginu um það hvernig hún eigi að vera. Hugmynd er um þjóðfund þúsund manna sem taki efni varðandi þingið til umræðu og leggi tillögur inn á stjórnlagaþingið. Þessi fundur á því að verða nokkurs konar kögunarhóll þaðan sem útsýn á að vera til allra átta. Hér hefur verið þingræði frá 1904 þegar við fengum ráðherra sem sat á Alþingi og bar ábyrgð gerða sinna gagnvart því. Á síðustu áratugum hefur vald ráðherra yfir þinginu keyrt úr hófi fram svo að það jafnvægi sem á að vera með löggjafarvaldi og framkvæmdarvaldi er gengið úr skorðum. Þingið hefur orðið þing ráðherranna, sem láta semja næstum öll frumvörpin og þingmannafrumvörpum fækkar stöðugt. Vald ríkisstjórnar yfir þingi kemur mjög í veg fyrir samvinnu þingmanna þvert á flokka. Öll þessi skipting í stjórn og stjórnarandstöðu er úreld í mörgum málum þó að hún hverfi aldrei enda hugmyndir um hvert stefna beri alltaf ólíkar að einhverju leyti, einnig hagsmunir. Sameiginlegt verkefni þingsins er að setja lög og Alþingi ætti að koma að því eins og best er á góðum vinnustöðum: með samvinnu þeirra sem vinna að verkefninu. Hið lága mat almennings á Alþingi er áreiðanlega mikið til komið vegna þess að þar er ekki unnið eins og á almennum vinnustöðum. Síðasta dæmið var að hrúga inn frumvörpum í þinglok sem geta ekki komið á dagskrá og ríkisstjórn skuldar þjóðinni skýringar á slíku háttalagi. Á hvaða vinnustað þætti það sæmandi að biðja starfsmenn að leysa verkefni á nokkrum dögum rétt fyrir sumarhlé en sem tæki minnst mánuð að leysa? Hvernig á þá að velja ríkisstjórn verði hún ekki til úr þingmönnum upp úr kosningum? Hugsa má sér að hún verði kosin sérstaklega til fjögurra ára og sæti ekki á Alþingi. Hópur manna kemur sér saman um stefnuskrá og býður sig fram til ríkisstjórnar á þeim grundvelli. Þeir bæru því ábyrgð gerða sinna gagnvart kjósendum og reyndar Alþingi líka þar sem ríkisstjórn á að framkvæma lögin. Þeir skiptu með sér verkum og veldu forsætisráðherra úr sínum röðum. Þá væri eðlilegt að tíu af hverjum hundrað kjósendum gætu krafist þjóðaratkvæðis um stjórnina litu þeir svo á að ríkisstjórn hefði ekki framfylgt stefnu sinni í veigamiklum málum. Þetta virðist eðlilegra og betur í samræmi við óskir fólks um nýtt Ísland en ef aðeins forsætisráðherra yrði kosinn sérstaklega og hann veldi síðan ráðherra án kosninga. Væri þessi leið farin hlyti hún að breyta verulega stöðu forseta Íslands. Hann hefði ekki lengur hlutverk við myndun ríkisstjórnar. Þar sem embættið virðist hafa glatað þeirri mynd í huga þjóðarinnar að vera sameiningartákn kæmi vel til greina að Alþingi veldi forseta.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun