Íslensk fiskhausaþurrkun skapar störf í Nova Scotia 7. febrúar 2010 10:00 Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn. Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Íslensk fiskhausaþurrkun mun skapa um 50 ný störf í Nova Scotia í Kanada á næstu fimm árum. Yfirvöld í Nova Scotia hafa ákveðið að leggja 1,4 milljónir kanadadollara eða um 180 milljónir kr. sem lán í fyrirtækið. Þetta kemur fram á vefsíðu blaðsins Chronicle Herald en um er að ræða íslenska eignarhaldsfélagið JHS Group Companies sem stofnað hefur JHS FishProducts Canada Inc. utan um þessa fiskhausaþurrkun. Fyrir rekur JHS Group fiskvinnslufyrirtækið JHS FishProducts Ltd. of England í Bretlandi. Helgi Már Stefánsson verður forstjóri JHS FishProducts Canada Inc. og hefur hann þegar flutt til Yarmoth frá Íslandi með fjölskyldu sína. Hann segir í samtali við Chronicle Herald að starfsemin hefjist í mars n.k. og að áætluð mánaðarvelta fyrirtækisins muni nema um 640.000 kanadadollurum eða rúmlega 80 milljónum kr. „Við munum skapa mikið af störfum á svæðinu með þessari starfsemi," segir Helgi Már. Fyrir utan fyrrgreint lán mun lánastofnunin Nova Scotia Business Inc. leggja fyrirtækinu til afslátt á launum og launatengdum gjöldum að hámarki 390.000 kanadadollurum á næstu fimm árum Það var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nova Scotia, Sterling Belliveau, sem greindi frá þessum fyrirætlunum nú fyrir helgina. „JHS FishProducts er skínandi dæmi um fyrirtæki sem notar skapandi nálgun til að draga úr úrgangi, byggja upp rekstur og skapa störf í héraði okkar. Við erum stolt af þessari samvinnu," segir ráðherrann. Fram kemur í fréttinni að þurrkaðir fiskhausar séu verðmæt og vinsæl vara í Afríku, einkum Nígeríu og í sumum Evrópulöndum. JHS FishProducts noti hráefni sem annars er hent í Norður-Ameríku og breyti því í þurrkaðar afurðir sem séu ríkar af omega-3 fitusýrum. Hráefnið eru þorsk- og ýsuhausar og er áætlað að um 60% af því komi frá Nova Scotia en afgangurinn verði fluttur inn.
Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira