Ingves sat fyrir svörum í fyrirspurnartíma í sænska þinginu í dag. Þar var hann spurður hvert væri „plan B" hvað varðar fjárstuðning Norðurlandanna við Ísland ef samningurinn yrði felldur. „Ég veit ekki til þess að neitt plan B sé til staðar," svaraði Ingves.
Eins og margoft hefur komið fram í fréttum er áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) bundin við fjárstuðning Norðurlandanna. Stuðningur Norðurlandanna er svo aftur háður því að lausn fáist í Icesavedeilunni.
Samkvæmt þessari frétt Reuters hafa Norðurlandanþjóðirnar ekki komið sér saman um hvað þær geri þegar Icesavesamningurinn fellur í atkvæðagreiðslunni á laugardag.