Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:18 Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo. Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo.
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira