Viðskipti erlent

Fullyrt að Sullivan og Gold kaupi 50% í West Ham

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fréttir af fyrirhugaðri sölu á West Ham hafa verið þrálátar.
Fréttir af fyrirhugaðri sölu á West Ham hafa verið þrálátar.
Breska blaðið Sunday Mirror fullyrðir að kaupsýslumennirnir David Sullivan og David Gold muni kaupa 50% hlut í West Ham af CB Holding, dótturfélagi Straums. Kaupsamningurinn nemi 50 milljónum punda, eða 10 milljörðum króna. Hugsanlega verði gengið frá kaupunum innan sjö daga.

Sunday Mirror segir að Sullivan og Gold sé ekki heimilt að tjá sig um málið vegna trúnaðar. Heimildarmaður blaðsins segi hins vegar að lokasamningur milli aðila sé langt á veg kominn.

Mirror segir að CB Holding muni áfram eiga 50% hlut í félaginu. Sullivan og Gold muni hins vegar stýra því og leggja félaginu til fé vegna leikmannakaupa.

Fregnir af mögulegri sölu West Ham hafa verið þrálátar upp á síðkastið. Á þriðjudaginn var greint frá því á Sky Sport að hópur bandarískra fjárfesta með aðsetur í London ætlaði að gera tilboð í félagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×