Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku 27. júlí 2010 11:21 Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.Fjallað er ítarlega um málið í Ekstra Bladet en þar kemur fram að hingað til hafi ekki fundist olía í vinnanlegu magni á þessu svæði. Það er hinsvegar stórt eða yfir 5.000 ferkílómetrar og Norðmennirnir eru jákvæðir. Þeir telja að þarna séu allt að 900 milljónir tunna af olíu undir hafsbotninum.Rætt er við jarðfræðinginn Flemming Ole Rasmussen hjá danska umhverfisráðuneytinu sem segir að samkvæmt rannsóknum þeirra sé olíu og gas að finna á svæðinu en að ekki hafi enn fundist nægilega stórar olíulindir til að borgi sig að vinna þær. Mat Dana á magninu af olíu á þessu svæði liggur á milli 250 til 900 milljón tunna. Til samanburðar nema þekktar birgðir af óunnri olíu á umráðasvæði Dana í Norðursjó í kringum 200 milljónum tunna.Sören Poulsen þróunarsjóri Noreco segir að sérfræðingar þeirra hafi farið í gegnum þau gögn sem liggja fyrir um svæðið og telja að samkvæmt þeim sé hægt að vinna allt að 900 milljónir tunna af olíu á því. Noreco er nú að undirbúa fyrstu tilraunboranir sínar og gefi þær góða raun er félagið tilbúið til að fjárfesta fyrir 5 milljarða danskra kr. eða yfir 100 miljarða kr. í frekari leit og vinnslu á svæðinu.Ef þetta gengur allt eftir geta dönsk stjórnvöld andað léttar. Það liggur nefnilega fyrir að sökum þverrandi olíu á þeirra svæði í Norðursjó muni tekjur danska ríkisins af olíuvinnslunni þar minnka frá núverandi 23 milljörðum danskra króna og niður í 16 milljarða árið 2013. Þessum tekjumissi verður að óbreyttu að mæta með skattahækkunum á almenning eða frekari niðurskurði á fjárlögum danska ríkisins.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira