Í frétt um málið á börsen.dk segir að þeir bankar sem hér um ræðir séu Danske Bank, Nordea, Jyske Bank og Sydbank
Af þessum bönkum hafa hluthafar í Danske Bank orðið verst úti bæði hvað varðar prósentur og upphæðir. Þeir hafa mátt horfa upp á að hlutir þeirra hafa rýnað um 18,7% í vikunni og þar með er gengistapið 20 milljarðar danskra kr.
Hlutir í Noreda hafa fallið um 15,3% á sama tímabili og hlutir í Sydbank hafa fallið um 16,1% og Jyske Bank um 14,2%. Raunar syndir Jyske Bank á móti straumnum í dag því hlutir í bankanum hafa hækkað um 2,7% frá opnuninni í morgun.