Fótbolti

Felix Magath: Frábærar fréttir fyrir Schalke - Raul búinn að semja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul vann marga titla með Real Madrid.
Raul vann marga titla með Real Madrid. Mynd/AFP
Spænski knattspyrnumaðurinn Raul hefur gengið frá tveggja ára samningi við þýska liðið Schalke en þýskir og spænskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í nokkurn tíma að Raul væri á leiðinni yfir til Þýskalands. Eftir sextán tímabil hjá Real Madrid hefur Schalke nú endanlega staðfest að Raul verður í Gelsenkirchen næstu tvö árin.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Schalke 04," sagði Felix Magath, þjálfari liðsins á heimsíðu félagsins. „Ég er mjög ánægður með að okkur hefur tekist að sannfæra svona frábæran fótboltamann og heimsklassa leikmenn að koma til Schalke," sagði Felix Magath.

„Koma Raul er stórt skref í rétta átt til þess að ná markmiðum okkar í að styrkja og endurbyggja leikmannahópinn," sagði Magath.

Schalke 04 varð í öðru sæti í þýsku deildinni á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í Meistaradeildinni þar sem Raul hefur spilað nær allan sinn feril. Schalke 04 hefur ekki orðið þýskur meistari síðan 1958.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×