Massimo Cellino blandar sér í baráttuna um West Ham 14. janúar 2010 08:33 Ítalinn Massimo Cellino er kominn fram sem fjórði áhugasami kaupandinn að enska útvalsdeildarliðinu West Ham. Cellino er núverandi forseti ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari og þekkir Gianfranco Zola framkvæmdastjóra West Ham mjög vel.Fjallað er um málið á BBC Radio 5 Live. Þar segir að sést hafi til Cellino á heimaleik QPR á þriðjudagskvöldið. Zola lauk leikmannsferli sínum með Cagliari á sínum tíma en þangað keypti Cellino hann frá Chelsea.Cellino hefur aldrei legið á aðdáun sinni á Zola og sagði við lok ferils Zola hjá Cagliari að Zola yfirgæfi völlinn með sama stíl og hann hefði leikið á honum.Það flækir nokkuð málið fyrir Cellino að ef hann festir kaup á West Ham þarf hann að losa sig við eignarhaldið á Cagliari. Samkvæmt reglum ESB getur sami maður ekki átt tvö fótboltalið í tveimur ólíkum löndum.Samkvæmt fréttinni á BBC virðist Tony Fernandes enn vera inn í myndinni hvað kaupin á West Ham varðar en hann er talinn hafa komið til Bretlands í gærdag frá Malasíu. Fernandes er þekktur fjárfestir í Malasíu og á m.a. AsiaAir flugfélagið.Aðrir áhugsamir kaupendur eru David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham og félagið Intermarket.Samkvæmt heimildum BBC mun líklega verða gengið frá sölunni á West Ham fyrir helgina. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalinn Massimo Cellino er kominn fram sem fjórði áhugasami kaupandinn að enska útvalsdeildarliðinu West Ham. Cellino er núverandi forseti ítalska úrvalsdeildarliðsins Cagliari og þekkir Gianfranco Zola framkvæmdastjóra West Ham mjög vel.Fjallað er um málið á BBC Radio 5 Live. Þar segir að sést hafi til Cellino á heimaleik QPR á þriðjudagskvöldið. Zola lauk leikmannsferli sínum með Cagliari á sínum tíma en þangað keypti Cellino hann frá Chelsea.Cellino hefur aldrei legið á aðdáun sinni á Zola og sagði við lok ferils Zola hjá Cagliari að Zola yfirgæfi völlinn með sama stíl og hann hefði leikið á honum.Það flækir nokkuð málið fyrir Cellino að ef hann festir kaup á West Ham þarf hann að losa sig við eignarhaldið á Cagliari. Samkvæmt reglum ESB getur sami maður ekki átt tvö fótboltalið í tveimur ólíkum löndum.Samkvæmt fréttinni á BBC virðist Tony Fernandes enn vera inn í myndinni hvað kaupin á West Ham varðar en hann er talinn hafa komið til Bretlands í gærdag frá Malasíu. Fernandes er þekktur fjárfestir í Malasíu og á m.a. AsiaAir flugfélagið.Aðrir áhugsamir kaupendur eru David Gold og David Sullivan fyrrum eigendur Birmingham og félagið Intermarket.Samkvæmt heimildum BBC mun líklega verða gengið frá sölunni á West Ham fyrir helgina.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira