Að sýna ekki öll spilin Andrés Pétursson skrifar 26. ágúst 2010 06:30 Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er mér bæði ljúft og skylt að svara áskorun Ásmundar Einars Daðasonar alþingismanns, um svar vegna ummæla Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB um varanlegar sérlausnir fyrir einstök aðildarlönd Evrópusambandsins. Ekki veit ég hvort Ásmundur hefur tekið þátt í samningaviðræðum af einhverju tagi en það er lykilatriði í öllum slíkum viðræðum, ef maður ætlar að ná árangri, að sýna ekki öll spilin í upphafi. Stefan Fule er embættismaður og hans skylda er að verja hagsmuni ESB . Það gerir hann ekki með því að lýsa því yfir fyrirfram að eitthvert aðildarland fái sérsamninga. Þá væri hann að bregðast skyldu sinni . Öll lönd hafa hins vegar samið um sérlausnir og fengið lausn á þeim málum sem miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi. Það er skemmtileg tilviljun að í sama dag og Ásmundur birti áskorun sína í Fréttablaðinu þá skrifaði Sema Erla Serdar, formaður ungra Evrópusinna, grein í sama blað og svaraði í raun mörgu af því sem Ásmundur velti upp í grein sinni. Þar fjallar hún um aðlögunarfresti, tímabundnar undanþágur og varanlegar sérlausnir Ég hvet því ég Ásmund Daða og aðra að lesa þessa grein Semu Erlu. Það er skrýtin árátta margra Nei-sinna á Íslandi að klifa í sífellu á því að það sé ekki til neitt sem heiti samningaviðræður. Ef það væri raunin þá myndi Evrópusambandið senda öllum nýjum aðildarlöndum lög og reglur sambandsins og segja. ,,Þetta er það sem við bjóðum upp á, ,,take it or leave it"! Þannig ganga kaupin hins vegar ekki fyrir sig á eyrinni. Malta fékk til dæmis yfir sjötíu aðlögunarfresti og undanþágur frá reglum ESB, Svíar og Finnar fengu lausn fyrir heimsskautabúskap sinn, og danska sérákvæðið um kaup erlendra ríkisborgara á sumarbústaðalandi á Jótlandi lifir góðu lifi eftir 35 ár. Staðreyndin er einnig sú að aðildarsamningar einstakra landa hafa meira vægi en stofnsáttmálar ESB. Evrópusambandið getur því ekki einhliða gengið gegn rétti einstakra ríkja. Þess vegna tek ég undir orð Semu Erlu og hvet Ásmund Einar og aðra að sameinast um að semja sem best um okkar þjóðarhagsmuni. Það verður síðan íslensku þjóðarinnar að meta hvort okkur hafi tekist að ná góðum samningi við Evrópusambandið eður ei.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar