„Erum öll Helga Björk“ 18. ágúst 2010 03:00 Skrautleg mótmæli Vinir Helgu Bjarkar Magnúsardóttur Grétudóttur mótmæltu með skrautlegum hætti fyrir utan Stjórnarráðið í gær og dreifðu brauði með það fyrir augum að laða að sjófugla. Fréttablaðið/GVA Bágum kjörum og niðurskurði hins opinbera við ellilífeyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mótmælendur hengdu kröfur sínar og mótmælaplögg á snæri sem bundið var utan um fæturna á styttuna af Hannesi Hafstein og spiluðu ómstrítt á flautur ásamt því að berja á potta, dreifa brauði bæði á grasið framan við Stjórnarráðið og þak hússins með það fyrir augum að laða að máva og aðra sjófugla. Hluti sakborninga í hópi níumenninganna og aðstandendur þeirra tóku þátt í mótmælunum. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir á sama tíma í Stjórnarráðinu. „Við heitum öll Helga Björk,“ sagði einn mótmælenda sem fór fyrir hópnum. Aðrir kynntu sig með sama nafni, jafnt konur sem karlar. Mótmælin voru stuðningur við Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur, sem krafði ríkisstjórnina um aukinn stuðning við sömu hópa fyrir viku. Lögreglumenn fjarlægðu hana af vettvangi að ósk aðstoðarmanns forsætisráðherra. Mótmælunum lauk í kringum hádegisbil án afskipta starfsmanna Stjórnarráðsins. - jab Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bágum kjörum og niðurskurði hins opinbera við ellilífeyrisþega og öryrkja síðustu ár var mótmælt fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun, eða um það leyti sem fyrirtöku í máli gegn níumenningunum svokölluðu var frestað handan við götuna í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mótmælendur hengdu kröfur sínar og mótmælaplögg á snæri sem bundið var utan um fæturna á styttuna af Hannesi Hafstein og spiluðu ómstrítt á flautur ásamt því að berja á potta, dreifa brauði bæði á grasið framan við Stjórnarráðið og þak hússins með það fyrir augum að laða að máva og aðra sjófugla. Hluti sakborninga í hópi níumenninganna og aðstandendur þeirra tóku þátt í mótmælunum. Fundur ríkisstjórnarinnar stóð yfir á sama tíma í Stjórnarráðinu. „Við heitum öll Helga Björk,“ sagði einn mótmælenda sem fór fyrir hópnum. Aðrir kynntu sig með sama nafni, jafnt konur sem karlar. Mótmælin voru stuðningur við Helgu Björk Magnúsdóttur Grétudóttur, sem krafði ríkisstjórnina um aukinn stuðning við sömu hópa fyrir viku. Lögreglumenn fjarlægðu hana af vettvangi að ósk aðstoðarmanns forsætisráðherra. Mótmælunum lauk í kringum hádegisbil án afskipta starfsmanna Stjórnarráðsins. - jab
Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira