Boston getur tryggt sér titilinn annað kvöld Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. júní 2010 09:00 Öll sund lokuð? Tony Allen í vandræðum í nótt. AP Los Angeles Lakers er lent undir í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þetta árið. Það kemur ekki á góðum tíma því Boston Celtics vann frábæran 92-86 sigur í leiknum í nótt og er því komið 3-2 yfir í einvíginu. Leikurinn var í járnum allt til enda. Boston var yfir allan leikinn en hleypti mikilli spennu í hann undir lokin. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var Boston 87-82 yfir og með boltann. Það fór í sókn og lét klukkuna ganga vel. Loks kom lélegt þriggja stiga skot sem fór í spjaldið og liðið náði sóknarfrákastinu. Lakers vildi þó fá boltann og vildi meina að skotklukkan hefði runnið út. Svo var ekki og því nýtti Boston alla leikklukkuna og hélt boltanum. Lykilatriði í leiknum. Boston skaut aftur en Lakers náði enn ekki frákastinu en dómarakast var niðurstaðan. Derek Fisher vann það fyrir Lakers og Ron Artest flaug fram en brotið var á honum. Hann brenndi þó af báðum vítunum, þvílíkt klúður hjá kappanum. Boston fékk boltann, 38,9 sekúndum fyrir leikslok, enn fimm stigum yfir. Eftir frábæra, en stutta sókn, skoraði Rondo frábæra körfu og kom Boston í 89-82 en enn voru 35 sekúndur eftir. Lamar Odom skoraði fljótlega en Boston náði tíu sekúndna sókn áður en brotið var á einni allra bestu vítaskyttu deidlarinnar, Ray Allen. Hann hafði ekki klikkað á víti alla seríuna og byrjaði ekkert á því. Sjö stiga munur og sextán sekúndur eftir. Lakers skoraði en það dugði ekki til, tíminn var of naumur og Boston landaði loks góðum 92-86 sigri. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers en næstur kom Pau Gasol með aðeins 12 stig en 12fráköst. Hjá Boston var Paul Pierce með 27 stig, og bæði Kevein Garnett og Rajon Rondo báðir með 18. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Los Angeles Lakers er lent undir í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þetta árið. Það kemur ekki á góðum tíma því Boston Celtics vann frábæran 92-86 sigur í leiknum í nótt og er því komið 3-2 yfir í einvíginu. Leikurinn var í járnum allt til enda. Boston var yfir allan leikinn en hleypti mikilli spennu í hann undir lokin. Þegar ein og hálf mínúta var eftir var Boston 87-82 yfir og með boltann. Það fór í sókn og lét klukkuna ganga vel. Loks kom lélegt þriggja stiga skot sem fór í spjaldið og liðið náði sóknarfrákastinu. Lakers vildi þó fá boltann og vildi meina að skotklukkan hefði runnið út. Svo var ekki og því nýtti Boston alla leikklukkuna og hélt boltanum. Lykilatriði í leiknum. Boston skaut aftur en Lakers náði enn ekki frákastinu en dómarakast var niðurstaðan. Derek Fisher vann það fyrir Lakers og Ron Artest flaug fram en brotið var á honum. Hann brenndi þó af báðum vítunum, þvílíkt klúður hjá kappanum. Boston fékk boltann, 38,9 sekúndum fyrir leikslok, enn fimm stigum yfir. Eftir frábæra, en stutta sókn, skoraði Rondo frábæra körfu og kom Boston í 89-82 en enn voru 35 sekúndur eftir. Lamar Odom skoraði fljótlega en Boston náði tíu sekúndna sókn áður en brotið var á einni allra bestu vítaskyttu deidlarinnar, Ray Allen. Hann hafði ekki klikkað á víti alla seríuna og byrjaði ekkert á því. Sjö stiga munur og sextán sekúndur eftir. Lakers skoraði en það dugði ekki til, tíminn var of naumur og Boston landaði loks góðum 92-86 sigri. Kobe Bryant skoraði 38 stig fyrir Lakers en næstur kom Pau Gasol með aðeins 12 stig en 12fráköst. Hjá Boston var Paul Pierce með 27 stig, og bæði Kevein Garnett og Rajon Rondo báðir með 18.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum