Össur: Ég hélt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar 12. apríl 2010 20:23 Össur segir að hann hafi talið að hugmynd Davíðs hafi verið „valdarán Davíðs Oddssonar.“ „[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid" í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...]," sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: „Og þá skyndilega varð þetta aðalatriði fundarins, mér til mikillar undrunar, tveir ráðherrar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir [menntamálaráðherra] og Össur Skarphéðinsson [iðnaðarráðherra] urðu hin reiðustu og sögðu að formaður bankastjórnarinnar hefði ekkert leyfi til þess að koma og gefa fyrirmæli um að mynda þjóðstjórn, þannig að ég bað nú um orðið aftur og sagði að ég hefði ekki verið að gefa nein fyrirmæli um það [...].“Blanda af taugalosta og sturlun Fundinum lýsti Össur með eftirfarandi tillögu: „En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. Hann kom þarna og „dóserar“. Og hann sagði að þetta væri mesti vandi sem Ísland hefði nokkru sinni staðið frammi fyrir, lánalínur væru að hækka, Fitch væri að lækka matið á Landsbankanum og það væri ekkert að gera annað heldur en að sameina alla íslensku bankana. Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna.““ Össur telur að Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað talsvert mikið um stöðuna á þeim tímapunkti þegar leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna var greint frá því að til stæði að þjóðnýta Glitni.Telur að Guðni og Davíð hafi rætt saman Við skýrslutökuna sagði Össur: „Og mér þótti það merkilegt að mér fannst Guðni Ágústsson vita töluvert um þetta. Og þegar við sátum saman, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í einhverju herbergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekkert hvað hann átti við. Það var ekkert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveimur dögum seinna, þegar Davíð tróð sér inn á ríkisstjórnarfundinn og fer að tala um neyðarlögin. Þá fatta ég það, eða ég dró þá ályktun að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað saman.“ Össur sagðist styðja þessa kenningu með þeim rökum að Guðni strax eftir helgi talað um þjóðstjórn í fjölmiðlum. Því næst sagði Össur: „Guðni er rosalega fínn maður og vinur minn og pottþéttur að ýmsu leyti, en hann hugsar ekki um þjóðstjórn nema einhver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna.“Sendi konuna næstum því út í búð eftir mjólk Árni M. Mathiesen lýsti fundinum þar sem Davíð nefndina hugmyndina um þjóðstjórn við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast.“ Árni segir að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mikils vantrausts á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Afleiðingarnar hafi verið þær að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„[...] ég er enn á lífi í pólitík af því að ég er svolítið „paranoid" í nasavængjunum, ég taldi sem sagt að þetta væri valdarán Davíðs Oddssonar [...]," sagði Össur Skarphéðinsson við skýrslutöku hjá Rannsóknarnefnd Alþings um tillögu Davíðs um þjóðstjórn. Davíð viðraði hugmyndina á ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: Um þetta sagði Davíð í skýrslutöku: „Og þá skyndilega varð þetta aðalatriði fundarins, mér til mikillar undrunar, tveir ráðherrar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir [menntamálaráðherra] og Össur Skarphéðinsson [iðnaðarráðherra] urðu hin reiðustu og sögðu að formaður bankastjórnarinnar hefði ekkert leyfi til þess að koma og gefa fyrirmæli um að mynda þjóðstjórn, þannig að ég bað nú um orðið aftur og sagði að ég hefði ekki verið að gefa nein fyrirmæli um það [...].“Blanda af taugalosta og sturlun Fundinum lýsti Össur með eftirfarandi tillögu: „En þarna var hann [Davíð Oddsson] ofsalega reyttur og tættur og eins og ég sagði frá því, eins og blöndu af einhverju taugalosti og sturlun. Hann kom þarna og „dóserar“. Og hann sagði að þetta væri mesti vandi sem Ísland hefði nokkru sinni staðið frammi fyrir, lánalínur væru að hækka, Fitch væri að lækka matið á Landsbankanum og það væri ekkert að gera annað heldur en að sameina alla íslensku bankana. Og kom þessi fræga setning: „Ef einhvern tíma er þörf fyrir þjóðstjórn á Íslandi þá er það núna.““ Össur telur að Guðni Ágústsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað talsvert mikið um stöðuna á þeim tímapunkti þegar leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna var greint frá því að til stæði að þjóðnýta Glitni.Telur að Guðni og Davíð hafi rætt saman Við skýrslutökuna sagði Össur: „Og mér þótti það merkilegt að mér fannst Guðni Ágústsson vita töluvert um þetta. Og þegar við sátum saman, ég og Davíð og þau þrjú og Geir inni hjá þeim, í einhverju herbergi á 5. hæðinni, að þá fer Guðni að tala: Já, svo eru þessi lög sem þarf að setja, sem ég skildi ekkert hvað hann átti við. Það var ekkert búið að tala um nein neyðarlög eða svona. Ég skildi þetta ekki fyrr en seinna, tveimur dögum seinna, þegar Davíð tróð sér inn á ríkisstjórnarfundinn og fer að tala um neyðarlögin. Þá fatta ég það, eða ég dró þá ályktun að þetta væri það sem Guðni hefði verið að vísa til og að þeir hefðu talað saman.“ Össur sagðist styðja þessa kenningu með þeim rökum að Guðni strax eftir helgi talað um þjóðstjórn í fjölmiðlum. Því næst sagði Össur: „Guðni er rosalega fínn maður og vinur minn og pottþéttur að ýmsu leyti, en hann hugsar ekki um þjóðstjórn nema einhver hvísli því í eyra hans. Þannig að ég held að Davíð hafi talað við Guðna.“Sendi konuna næstum því út í búð eftir mjólk Árni M. Mathiesen lýsti fundinum þar sem Davíð nefndina hugmyndina um þjóðstjórn við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Ja, hann var náttúrulega bara alveg skelfilegur og það lá við að maður hringdi heim til þess bara að biðja konuna að fara út og kaupa mjólk, svo það yrði örugglega til mjólk í ísskápnum, það var nú þannig lýsingarnar sem voru á því hvaða ástand mundi skapast.“ Árni segir að umræðan um þjóðstjórn hafi hellt olíu á eld og segir hann þetta hafa leitt til mikils vantrausts á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Afleiðingarnar hafi verið þær að frumkvæði í vinnu stjórnvalda hafi flust frá Seðlabankanum yfir til Fjármálaeftirlitsins.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira