Óskar Bergsson: Betri samningur fyrir borgina Óskar Bergsson skrifar 8. apríl 2010 06:00 Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eftir eins og hálfs árs gott samstarf meiri- og minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem unnið hefur verið eftir þverpólitískri aðgerðaáætlun, er nú kominn glímuskjálfti í mannskapinn og minnihlutinn hefur fundið ágreiningsefnið. Ágreiningurinn fyrir þessar kosningar skal vera með eða á móti golfvelli! Gott og vel, en málið snýst um efndir á samkomulagi milli Golfklúbbs Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem rekja má til vorsins 2006 þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar, undirritaði skuldbindandi samninga við fjölmörg íþróttafélög upp á 2,2 milljarða króna, þar á meðal um stækkun golfvallar á Korpúlfsstöðum. Reykjavíkurborg, þ.e. meirihluti hvers tíma, þarf að standa við þær skuldbindingar sem áður hafa verið gerðar í nafni sveitarfélagsins. Í þessu tilviki á ábyrgð Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks sem mynduðu Reykjavíkurlistann. Ég undrast þá afstöðu VG og Samfylkingarinnar að vilja ekki bera ábyrgð á samningum sem þeirra eigin stjórnmálaforingjar stóðu að. Í þessum meirihluta, sem myndaður var í ágúst 2008, hefur mikil vinna farið í að vinda ofan af stórum samningum við íþróttafélög sem gerðir voru á árunum 2006-2007. Það er gert í samvinnu við íþróttafélögin með það að leiðarljósi að standa við fyrri skuldbindingar en draga verulega úr kostnaði. Það er sérkennilegt að á sama borgarstjórnarfundi greiðir minnihlutinn atkvæði með nýju samkomulagi við íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Samningar við þessi félög voru allir samþykktir fyrir kosningar 2006. Samningurinn nú felur í sér að GR fellur frá fyrri áformum um framkvæmdir upp á 450 m.kr. en byggir upp á fjórum árum fyrir 230 m.kr. eða rúmlega 57 m.kr. á ári. Á móti skilar GR Reykjavíkurborg landi í Staðarhverfi, sem verður til framtíðar verðmætt byggingarland borgarinnar. Það getur verið mikilvægt að hafa sérstöðu í stjórnmálum þegar kemur að kosningum og það er greinilega það sem Samfylkingin og VG eru að reyna í þessu máli. En að velja mál sem þeirra eigin flokkar bera fulla ábyrgð á og klína því á þá sem sitja uppi með gjörninginn er vægast sagt ófyrirleitið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun