Segir endurskoðendur víst hafa brugðist við - fréttaskýring 16. september 2010 04:45 Gagnrýndir víða Þórir sést hér lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hans sitja Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þorsteinn Jónsson. Þeir tveir sæta nú báðir ákæru fyrir misferli í kringum bankahrunið. Í skoðun er hvort einnig skuli draga einhverja endurskoðendur fyrir dóm vegna aðkomu þeirra að ýmsum málum.Fréttablaðið/vilhelm Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Hvernig hafa endurskoðendur horfst í augu við ábyrgð sína á bankahruninu? Formaður Félags löggiltra endurskoðenda vísar á bug þeirri gagnrýni þingmannanefndar Atla Gíslasonar að endurskoðendur hafi ekki rætt þátt sinn í bankahruninu í sínum ranni. Fjölmargt hafi verið gert undanfarin tvö ár. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eru íslenskir endurskoðendur harðlega gagnrýndir. Þeir hafi ekki sinnt skyldum sínum við endurskoðun reikninga og ekki rannsakað og metið virði útlána þeirra til tengdra félaga þótt aðstæður hefðu þróast á þann veg að fullt tilefni væri til þess. Þingmannanefnd Atla Gíslasonar kveður enn fastar að orði í sinni skýrslu. Þar segir að endurskoðendur hafi augljóslega brugðist skyldum sínum og leyft vanvirðingu við lög og reglur að viðgangast allt of lengi. Þá sé það alvarlegt að þeir virðist ekki hafa rætt orsakir og afleiðingar hrunsins og aðkomu sína. Þar að auki beindi rannsóknarnefndin því til saksóknara að rannsaka þyrfti hvort endurskoðendur skyldu dregnir fyrir dóm. Eitt endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers (PwC), er þegar komið fyrir dóm, þó ekki í opinberu máli heldur einkamálinu sem Glitnir hefur höfðað á hendur svokallaðri sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk PwC. Í Fréttablaðinu í gær var vitnað til álits fyrrverandi varaformanns siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda, sem taldi PwC hafa gerst sekt um vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis. Hjá PwC starfar Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, sem er ósammála þingmannanefnd Atla Gíslasonar að ekkert hafi verið gert. Ný lög um endurskoðendur hafi tekið gildi um þarsíðustu áramót á grundvelli tilskipunar frá Evrópusambandinu og þau hafi gjörbylt vinnuumhverfi og starfsháttum endurskoðenda. Allur rammi um starfsemina sé skarpari, ákvæði komin um eftirlitsskyldu endurskoðendaráðs, siðareglur og tengingu við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Í maí hafi enn fremur verið haldið málþing um rannsóknarskýrsluna. Á fyrirhugaðri afmælishátíð félagsins verði mikið rætt um hana og þá standi einnig til að taka skýrsluna til rækilegrar umfjöllunar á haustþingi sem stendur fyrir dyrum. Þar að auki hafi mikið verið rætt um málið á síðasta fundi samtaka norrænna endurskoðenda í síðasta mánuði. „Í sjálfu sér hefur því mikið verið að gerast,“ segir Þórir, og bætir við að þingmannanefnd Atla Gíslasonar hafi ekki haft samband við félagið áður en fullyrðingin var sett fram í skýrslunni. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira