Krefur fólk um kennitölu þrátt fyrir lagabann 17. september 2010 04:30 Landsbankinn Persónuvernd segir að Landsbankinn hafi enga heimild haft til að heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga gíróseðla fyrir veika systur sína.Fréttablaðið/GVA Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Persónuvernd segir Landsbankann ekki hafa mátt heimta kennitölu af manni sem ætlaði að borga tvo gíróseðla fyrir systur sína. Maður fór í sumar í Landsbankann til að borga gíróseðlana fyrir systur sína sem lá á sjúkrahúsi. Upphæðina, 12.601 krónu, vildi hann greiða með peningaseðlum. Hann var krafinn um kennitölu en neitaði að gefa hana upp og var þá synjað um afgreiðslu. Þessu vísaði maðurinn til Persónuverndar. Hann minnti á sambærilegt mál frá því 2009 þegar Persónuvernd sagði Landsbankanum hafa verið óheimilt að krefjast kennitölu vegna viðskipta sem námu 90 þúsund krónum. Landsbankinn sagði Persónuvernd að hann krefði alla viðskiptavini um kennitölu. Meðal annars til að geta rakið viðskipti svo hægt væri að leiðrétta mistök. Þrátt fyrir að fjárhæðin sem maðurinn ætlaði að borga væri minni en viðmiðunarupphæð laga um peningaþvætti þá bæri bankanum að hafa eftirlit með því hvort viðmiðunarfjárhæðin sé greidd í einum hluta eða mörgum. Viðmiðunarfjárhæðin er 15 þúsund evrur, sem svarar til um 2,3 milljóna króna. „Til að bankinn geti átt raunhæfan möguleika á að fylgjast með því hvort verið sé að greiða viðmiðunarfjárhæðina í mörgum litlum greiðslum þá er nauðsynlegt að staðreyna hver viðskiptamaðurinn er í hvert skipti,“ útskýrði bankinn og lagði til að Persónuvernd endurskoðaði sína afstöðu. Það væri grunsamlegt ef menn neituðu að gefa upp kennitölur, sérstaklega ef þeir væru að borga fyrir aðra. „Það hljómar eins og hver önnur hótfyndni, þegar því er haldið fram af hálfu bankans að greiðsla eins og þessi geti verið liður í víðtæku peningaþvætti,“ svaraði kærandinn meðal annars rökum Landsbankans. „Mér reiknast til, að ég hefði þurft að gera mér um það bil 181 ferð í bankann til að ná viðmiðunarfjárhæðinni með sams konar greiðslum.“ Persónuvernd segir það ekki standast hjá Landsbankanum að ávallt þurfi að staðreyna hver viðskiptamaðurinn sé, óháð eðli viðskiptanna. Með því yrði ákvörðun löggjafarvaldsins um lágmarksfjárhæðir í þessum efnum „tilgangslaus“. Lagt hefur verið fyrir Landsbankann að gera sér verklagsreglur fyrir 1. október „um hvenær viðskipti skuli telja þess eðlis að sennilegt sé að þau tengist peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka“. Annars verða lagðar á hann allt að 100 þúsund króna dagsektir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira