Enginn hefur verið handtekinn síðustu daga í tengslum við rannsókn lögreglunnar á morðinu á Hannesi Þór Helgasyni sem var ráðinn bani síðustu helgi.
Tveir menn voru handteknir fyrr í vikunni en þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi.
Um fjörutíu lögreglumenn vinna að rannsókn málsins og hafa tugir verið yfirheyrðir í tengslum við málið.