Allir setjist niður og klári mál fyrirtækja 17. september 2010 06:00 Vilhjálmur Egilsson „Það er gott að fá þessa niðurstöðu og stórt skref í að eyða óvissu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Meginlínan er að dragast upp. Það sem nú þarf að gerast hvað varðar fyrirtækin er að allir setjist niður við sama borð, bankarnir og viðskiptavinirnir, og fari yfir hvernig best sé að vinna úr lánamálum fyrirtækjanna. Það verður að ganga eins hratt og mögulegt er í fjárhagslega endurskipulagningu á atvinnulífinu án þess að réttur sé tekinn af einum eða öðrum." Vilhjálmur segir ekki einhlítt hver græði og hver tapi á uppgjörinu. „Í gegnum tíðina hafa margir hagnast á þessum lánum, sem nú er búið að ákveða hvernig á að vaxtareikna aftur í tímann. Svo eru aðrir sem hafa tapað. Þá vaknar spurningin gagnvart fyrirtækjunum hvort bankarnir eigi kröfurétt á fyrirtækin sem hafa hagnast. Það er svo hin hliðin á peningnum hvað verður um fyrirtækin sem töpuðu." Alls konar mál munu koma upp, segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: „Hvað um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? Hvað gerist með fyrirtæki sem reynst hafa borgað of lítið, þegar lánin verða reiknuð upp?" Mestu skiptir, segir Vilhjálmur, að nú í fyrsta skipti sé hægt að taka á þessum málum þegar grundvallar óvissunni um vextina hefur verið eytt. - shá Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það er gott að fá þessa niðurstöðu og stórt skref í að eyða óvissu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Meginlínan er að dragast upp. Það sem nú þarf að gerast hvað varðar fyrirtækin er að allir setjist niður við sama borð, bankarnir og viðskiptavinirnir, og fari yfir hvernig best sé að vinna úr lánamálum fyrirtækjanna. Það verður að ganga eins hratt og mögulegt er í fjárhagslega endurskipulagningu á atvinnulífinu án þess að réttur sé tekinn af einum eða öðrum." Vilhjálmur segir ekki einhlítt hver græði og hver tapi á uppgjörinu. „Í gegnum tíðina hafa margir hagnast á þessum lánum, sem nú er búið að ákveða hvernig á að vaxtareikna aftur í tímann. Svo eru aðrir sem hafa tapað. Þá vaknar spurningin gagnvart fyrirtækjunum hvort bankarnir eigi kröfurétt á fyrirtækin sem hafa hagnast. Það er svo hin hliðin á peningnum hvað verður um fyrirtækin sem töpuðu." Alls konar mál munu koma upp, segir Vilhjálmur og nefnir dæmi: „Hvað um þau fyrirtæki sem þegar eru orðin gjaldþrota? Hvað gerist með fyrirtæki sem reynst hafa borgað of lítið, þegar lánin verða reiknuð upp?" Mestu skiptir, segir Vilhjálmur, að nú í fyrsta skipti sé hægt að taka á þessum málum þegar grundvallar óvissunni um vextina hefur verið eytt. - shá
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira