Sigurður Ragnar: Helmingurinn af venjulegu byrjunarliði er meiddur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2010 16:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag 22 manna landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Frökkum og Eistlandi í undankeppni HM sem fara fram 21. og 25. ágúst. Leikirnir munu ráða því hvar íslenska liðið endar í riðlinum en aðeins efsta liðið kemst áfram í umspilið. „Við erum að fara í úrslitaleik á móti Frökkum á Laugardalsvelli á Menningarnótt. Við teljum það mjög mikilvægt til að ná árangri að við fáum góðan stuðning," sagði Sigurður Ragnar á blaðamannfundi í dag. „Það eru svolítil forföll í okkar venjulega landsliðshóp. Katrín Ómarsdóttir er meidd en hún tognaði aftan í læri og við söknum sterkra leikmanna sem hafa yfirleitt verið með okkur í landsliðinu og hefði verið gott að hafa í þetta mikilvæga verkefni," sagði Sigurður Ragnar en sagði jafnframt að hann hefði valið 22 sterkustu leikmenn Íslands á þessum tímapunkti. „Við erum að mæta gríðarlega sterku liði og ef við lítum raunhæft á hlutina þá er helmingurinn af okkar venjulega byrjunarliði í landsliðinu meiddar. Við verðum óreyndara lið en oft áður," segir Sigurður Ragnar en hann valdi tvo leikmenn í hópinn sem eru tæpar, landsliðsfyrirliðann Katrínu Jónsdóttur sem meiddist í gær og Margréti Láru Viðarsdóttur sem hefur verið meidd að undanförnu. „Það er töluverð óvissa með hvernig við stillum upp liðinu bæði út af Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. Við þurfum að sjá á miðvikudag og fimmtudag hvernig þær koma út úr æfingum og svona. Taktík okkar verður alltaf að miðast við hvaða leikmenn eru inn á vellinum hverju sinni," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er á heimavelli á móti Frökkum og Laugardalsvöllurinn hefur reynst íslenska liðinu vel. „Okkur hefur gengið mjög vel hérna á heimavelli. Hér höfum við unnið alla leiki okkar og ekki fengið á okkur mark ennþá. Núna er andstæðingurinn eins og þeir gerast bestir sem er frábær áskorun fyrir okkar lið," sagði Sigurður Ragnar. „Frakklandshópurinn er skipaður geysilega sterkum leikmönnum. Þar á meðal eru átta leikmenn frá Lyon sem fór í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og töpuðu þar í vítaspyrnukeppni. Það eru líka tveir leikmenn sem eru að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni og við vitum að við erum að fara að mæta feykilega sterku liði," segir Sigurður Ragnar. Íslenska liðið á enn möguleika á að vinna riðilinn en þá er ekki nóg bara að vinna leikinn á móti Frökkum heldur þarf liðið að vinna upp 0-2 tap úr fyrri leiknum í Frakklandi. „Tölfræðilega er möguleiki á að okkur dugi 2-0 sigur ef við myndum vinna Eista mjög stórt eða að Frakkar myndu misstíga sig í sínum síðasta leik á móti Serbíu. Líklegast þurftum við 3-0 sigur á móti þeim til þess að vinna riðilinn svo framarlega sem við vinnum Eistland síðan í kjölfarið. Þá værum við komin í umspil," sagði Sigurður Ragnar. „Það yrði stórkostlegur árangur ef við myndum ná því að vinna þær 3-0 en það er líka mikilvægt fyrir okkur að hafa það í huga að leikurinn getur skipt mjög miklu máli fyirr okkur upp á styrkleikaröðun fyrir næstu Evrópukeppni," sagði Sigurður Ragnar sem lagðist í útreikning fyirr blaðamannafundinn. „Samkvæmt mínum úteikningum myndi það duga okkur að vinna Frakka til þess að verða í efsta styrkleikaflokki ef næsta EM fer fram í Svíþjóð en ekki í Hollandi. Þá myndum við sleppa við allar sterkustu þjóðirnar. Leikurinn hefur því líka mikið vægi fyrir okkur upp á framtíð liðsins," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira