Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ 30. maí 2010 11:46 Einar Skúlason fann ástina í framboði. „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja. Kosningar 2010 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn," segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem flokkurinn fær ekki mann kjörinn inn í borgarstjórn Reykjavíkur. Framsóknarflokknum gekk einnig illa á höfuðborgarsvæðinu en þar náði flokkurinn aðeins tveimur mönnum inn í sveitarstjórnir. Annar maðurinn er í Kópavogi, hinn á Álftanesi. „Það eru líka vonbrigði að sjá hvað okkur gekk illa á höfuðborgarsvæðinu," segir Einar. Framsóknarflokkurinn mældist ágætlega í könnunum áður en Best flokkurinn fór á flug. Eftir það mældist Einar aldrei inni í borgarstjórn. Sjálfur taldi Einar að flokkurinn fengi fleiri atkvæði fyrir nýliðunina sem hefur orðið innan raða flokksins. Svo virðist sem það hafi engu skipt. „Ég hitti oft fólk sem sagði mér að ég væri svo sem fínn en þeir gætu ekki kosið Framsóknarflokkinn," segir Einar og bætir við: „Fólk á erfitt með að fyrirgefa flokknum." Spurður hvað taki við núna segir Einar: „Ég ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn." Að sögn Einars kynntist hann konu fyrir nokkrum vikum síðan. Þau hafa ekki fengið mikinn tíma saman en nú virðist það ætla að breytast miðað við úrslit kosninganna. Aðspurður hver sú heppna sé vill Einar sem minnst um það segja.
Kosningar 2010 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira