Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða 1. febrúar 2010 10:37 Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku. Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestar eru að draga fé sitt út úr Evrópu á methraða á sama tíma og seðlabankar draga úr evrukaupum sínum. Þetta þýðir að evran sem gjalderyisforðamynt er langt frá því að fella dollarann úr sessi.Í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg-fréttaveitunni um málið segir að á síðasta ári hafi fyrrgreindir aðilar fyllt hirslur sínar af evrum. Það var sökum þess að greinendur töldu að seðlabankar myndu gera alvöru úr hótunum sínum um að skipta dollaranum út fyrir evruna sem gjaldeyrisforðamynt.Viðsnúningur á stöðunni er einkum tilkominn vegna fjárhagsvandræða Grikklands og ótta fjárfesta um að gríska ríkið lendi í greiðslufalli. Slíkt hefði alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir evruna. Um helgina var haft eftir ofurfjárfestinum George Soros að engin raunhæfur kostur væri í boði í staðinn fyrir dollarann sem gjaldeyrisforðamynt.Geoffrey Yu greinandi hjá svissneska bankanum UBS segir að fjárfestar hafi hafnað evrópskum hlutabréfum fyrir önnur bréf samfellt undanfarnar 19 vikur. Þetta hafi „greinilega skaðað evruna" þar sem um 13 milljarðar evra hafi horfið af markaðinum. Samhliða þessu sýna upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að seðlabankar kaupi nú jafnmikið af evrum og dollurum. Frá öðrum ársfjórðungi síðasta árs og til áramóta keyptu þeir hinsvegar meir af evrum en dollurum.Greinendur telja að evran muni gefa enn meira eftir gagnvart dollaranum en orðið er. Gengi evrunnar gagnvart dollar hefur ekki verið veikara í sjö mánuði en það stendur nú í tæpum 1,4 dollurum fyrir evruna.Á Bloomberg kemur fram að skuldatryggingaálag Evrópuríkja sýni þessa þróun. Á ríkisskuldabréfum 15 Evrópuríkja er álagið nú að meðaltali rúmlega 91 punktur sem er tvöföldun frá því í september á síðasta ári.Álagið fyrir ríki á borð við Ísland, Portúgal, Frakkland. Grikkland og Þýskaland hafi hækkað um 55% frá áramótum að meðaltali. Grikkland er nú með hæsta álagið af þróuðu ríkjunum eða 400 punkta. Álagið á Íslandi er hinsvegar það hæsta í Evrópu eða 660 punktar en það fór yfir 700 punkta í síðustu viku.
Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira