Bankarnir sem hér um ræðir eru EBH Bank og Dexia Bank. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaeftirlitinu fékk EBH Bank Dexia Bank á tímabili til þess að kaupa hluti í sér rétt fyrir lokun markaðarins til þess eins að halda gengi hlutanna í EBH Bank uppi.
Eftirlitið kemst einnig að þeirri niðurstöðu að EBH Bank hafi leikið þennan leik á eigin spýtur með því að nota einn af sjóðum sínum, EBH-Fonden, til þess að kaupa hluti í bankanum. Með þessu hafi bankinn villt fyrir markaðinum um hve mikil eftirspurn væri eftir þessum hlutum og hvert gengi þeirra ætti að vera í rauninni.
Nis Jul Clausen prófessor við Syddansk háskólann segir að engin dæmi finnist um það í sögu Danmerlur að banki hafi verið kærður til lögreglunnar fyrir markaðsmisnotkun. „Þetta er einsdæmi," segir Clausen og bendir jafnframt á að fjármálaeftirlitið sé að kanna fleiri danska banka vegna svipaðra brota.
Fram kemur í fréttinni að ef stjórnír EBH Bank og Dexia Bank verði fundin sek um þessa markaðsmisnotkun bíði þeirra harðir fangelsisdómar og það óskilorðsbundnir samkvæmt lagarammanum um slík brot.