Það er fátt um annað rætt í golfheiminum hvenær Tiger Woods láti eiginlega sjá sig aftur á golfvellinum. Það hefur enginn eitt svar við þeirri spurningu.
AP-fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Tiger komi ekki á völlinn fyrr en á Masters-mótinu.
New York Post segir aftur á móti að Tiger muni spila á boðsmóti Arnold Palmer eftir tvær vikur.
Góðvinur Tigers, Mark O´Meara, segir síðan að það kæmi sér ekki á óvart ef Tiger spilaði á Tvistock Cup sem er keppni á milli tveggja golfklúbba. Það mót fer fram helgina 22. og 23. mars.
Hvað sem því líður þá er í það minnsta ljóst að það styttist í að Tiger láti aftur sjá sig með kylfu í hönd og með kylfusvein í eftirdragi.