Almennra aðgerða er þörf Eygló Harðardóttir skrifar 23. júní 2010 06:00 Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum. Fum, fát, doði og seinagangur hafa einkennt ríkisstjórnina er kemur að skuldamálum heimilanna. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa einfaldlega verið í afneitun um nauðsyn þess að grípa til almennra aðgerða til aðstoðar heimilunum í landinu. Fullyrt er að sá ráðherra sem fer með efnahags- og viðskiptamál hafi lagst gegn aðgerðum fyrir heimilin og vísað nánast gjaldþrota einstaklingum á dómstóla landsins ef þeir hefðu eitthvað við aðgerðir, eða aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og stjórnvalda að athuga.Þannig virkaði skjaldborg ríkisstjórnarinnarLengi vel virtust einu úrræði ríkisstjórnarinnar vera að lengja tímabundið í hengingaról heimilanna. Sértæk skuldaaðlögun var nánast brandari þar sem enginn hvati var fyrir kröfuhafa að semja við heimilin, framkvæmd laga um greiðsluaðlögun seinleg og óskilvirk og enginn veit hvað á að gera við upphæðirnar sem safnast nú upp á greiðslujöfnunarreikningum. Bútasaumur stjórnarinnarHelstu tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út að bæta þau lög sem þegar hafa verið samþykkt. Greiðsluaðlögun á að verða skilvirkari, gjaldþrot huggulegra og umboðsmaður skuldara tekur við hlutverki ráðgjafastofu heimilanna við að leiðbeina heimilunum í þann frumskóg úrræða sem stjórnvöld hafa skapað. Stjórnarliðar hafa einnig lagt áherslu á að kynna þessi úrræði vel, því að þeirra mati er greinilegt að heimilin hafa bara ekki skilið snilld þeirra. Vandinn hefur ekki verið að heimilin hafi ekki skilið úrræði ríkisstjórnarinnar, heldur eru þau óréttlát og sýna skilningsleysi stjórnvalda á örvæntingu almennings. Frumkvæði FramsóknarFramsóknarmenn hafa talað fyrir því að vandi íslenskra heimila og fyrirtækja sé fyrst og fremst gífurlegur skuldavandi. Vandinn er það mikill að til að takast á við hann duga ekkert annað en almennar aðgerðir. Í efnahagstillögum flokksins sem kynntar voru í febrúar 2009 var lagt til að svigrúm bankanna vegna niðurfærslu lána yrði nýtt til varanlegrar leiðréttingar á höfuðstól þeirra. Samhliða yrði gripið til sértækra aðgerða vegna þeirra sem voru í mestum vandræðum.Í ljósi nýlegrar greinar Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar um sanngjarnar skuldaleiðréttingar, tel ég að mögulegt sé að ná þverpólitískri sátt um almennar aðgerðir vegna húsnæðislána. Húsnæðislán heimilanna eru hjá þremur aðilum: Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum. Íbúðalán viðskiptabankanna hafa þegar verið flutt yfir í nýju bankana með tugmilljarða króna afslætti. Dómur Hæstaréttar og sú niðurfærsla sem hefur þegar farið fram ætti að taka á leiðréttingu svokallaðra erlendra lána. Þá standa eftir Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir.Fjármögnun aðgerðaNýleg viðskipti Seðlabankans við lífeyrissjóðina með Avens skuldabréfin hafa gefið lífeyrissjóðunum svigrúm til að færa niður íbúðalán sín um allt að 10-15%. Seðlabankinn hagnaðist einnig á þessum viðskiptum og því mætti láta þann hagnað renna til Íbúðalánasjóðs til niðurfærslu á lánasafni sjóðsins. Það mun hins vegar ekki duga til þar sem meginhluti húsnæðislána Íslendinga er hjá Íbúðalánasjóði og því mætti skoða ýmsar leiðir til að fjármagna þá niðurfærslu. Formaður efnahags- og skattanefndar bendir t.d. á hærri vaxtamun, skattlagningu á séreignasparnaði og sérstaka bankaskatta. Einnig mætti fara í útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki líkt og sérfræðingar í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa bent á.Í almennum aðgerðum liggur mesta réttlætið. Allir sitja við sama borð og fá sömu niðurfærsluna miðað við tegund viðkomandi láns. Þeir sem telja sig ekki þurfa niðurfærslu geta hafnað henni og íslenska ríkið notað skattkerfið til að jafna stöðu manna á grundvelli eigna og tekna. Auknar skatttekjur vegna niðurfærslunnar og aukinnar samneyslu væru svo nýttar til að auka við eigið fé bankanna, Íbúðalánasjóðs eða til að rétta af stöðu ríkisins.Þjóðarsátt er nauðsynÞað er nauðsynlegt að leita þjóðarsáttar. Þjóðarsátt gengur út á að gera sér grein fyrir að við erum öll í sama báti. Enginn getur fengið allt sem hann vill, hvorki fjármálafyrirtækin né heimilin, atvinnurekendur eða verkalýðurinn, stjórn eða stjórnarandstaða.Tími er til kominn að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar komi sér saman um alvöru þjóðarsátt - fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í vikunni kemur Alþingi Íslendinga saman á ný. Helstu verkefni þingsins verða að vera aðgerðir til bjargar heimilunum í landinu. Hér dugar ekkert fum og fát, doði eða seinagangur líkt og einkennt hefur aðgerðir núverandi ríkisstjórnar." Þetta skrifaði ég fyrir tæpu ári síðan, þegar Alþingi kom aftur saman haustið 2009. Þessi orð eiga því miður enn fullan rétt á sér nú þegar Alþingi kemur saman til að afgreiða lagafrumvörp til aðstoðar heimilunum. Fum, fát, doði og seinagangur hafa einkennt ríkisstjórnina er kemur að skuldamálum heimilanna. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa einfaldlega verið í afneitun um nauðsyn þess að grípa til almennra aðgerða til aðstoðar heimilunum í landinu. Fullyrt er að sá ráðherra sem fer með efnahags- og viðskiptamál hafi lagst gegn aðgerðum fyrir heimilin og vísað nánast gjaldþrota einstaklingum á dómstóla landsins ef þeir hefðu eitthvað við aðgerðir, eða aðgerðaleysi fjármálafyrirtækja og stjórnvalda að athuga.Þannig virkaði skjaldborg ríkisstjórnarinnarLengi vel virtust einu úrræði ríkisstjórnarinnar vera að lengja tímabundið í hengingaról heimilanna. Sértæk skuldaaðlögun var nánast brandari þar sem enginn hvati var fyrir kröfuhafa að semja við heimilin, framkvæmd laga um greiðsluaðlögun seinleg og óskilvirk og enginn veit hvað á að gera við upphæðirnar sem safnast nú upp á greiðslujöfnunarreikningum. Bútasaumur stjórnarinnarHelstu tillögur ríkisstjórnarinnar ganga út að bæta þau lög sem þegar hafa verið samþykkt. Greiðsluaðlögun á að verða skilvirkari, gjaldþrot huggulegra og umboðsmaður skuldara tekur við hlutverki ráðgjafastofu heimilanna við að leiðbeina heimilunum í þann frumskóg úrræða sem stjórnvöld hafa skapað. Stjórnarliðar hafa einnig lagt áherslu á að kynna þessi úrræði vel, því að þeirra mati er greinilegt að heimilin hafa bara ekki skilið snilld þeirra. Vandinn hefur ekki verið að heimilin hafi ekki skilið úrræði ríkisstjórnarinnar, heldur eru þau óréttlát og sýna skilningsleysi stjórnvalda á örvæntingu almennings. Frumkvæði FramsóknarFramsóknarmenn hafa talað fyrir því að vandi íslenskra heimila og fyrirtækja sé fyrst og fremst gífurlegur skuldavandi. Vandinn er það mikill að til að takast á við hann duga ekkert annað en almennar aðgerðir. Í efnahagstillögum flokksins sem kynntar voru í febrúar 2009 var lagt til að svigrúm bankanna vegna niðurfærslu lána yrði nýtt til varanlegrar leiðréttingar á höfuðstól þeirra. Samhliða yrði gripið til sértækra aðgerða vegna þeirra sem voru í mestum vandræðum.Í ljósi nýlegrar greinar Helga Hjörvars, formanns efnahags- og skattanefndar um sanngjarnar skuldaleiðréttingar, tel ég að mögulegt sé að ná þverpólitískri sátt um almennar aðgerðir vegna húsnæðislána. Húsnæðislán heimilanna eru hjá þremur aðilum: Íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum. Íbúðalán viðskiptabankanna hafa þegar verið flutt yfir í nýju bankana með tugmilljarða króna afslætti. Dómur Hæstaréttar og sú niðurfærsla sem hefur þegar farið fram ætti að taka á leiðréttingu svokallaðra erlendra lána. Þá standa eftir Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir.Fjármögnun aðgerðaNýleg viðskipti Seðlabankans við lífeyrissjóðina með Avens skuldabréfin hafa gefið lífeyrissjóðunum svigrúm til að færa niður íbúðalán sín um allt að 10-15%. Seðlabankinn hagnaðist einnig á þessum viðskiptum og því mætti láta þann hagnað renna til Íbúðalánasjóðs til niðurfærslu á lánasafni sjóðsins. Það mun hins vegar ekki duga til þar sem meginhluti húsnæðislána Íslendinga er hjá Íbúðalánasjóði og því mætti skoða ýmsar leiðir til að fjármagna þá niðurfærslu. Formaður efnahags- og skattanefndar bendir t.d. á hærri vaxtamun, skattlagningu á séreignasparnaði og sérstaka bankaskatta. Einnig mætti fara í útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki líkt og sérfræðingar í málefnum Íbúðalánasjóðs hafa bent á.Í almennum aðgerðum liggur mesta réttlætið. Allir sitja við sama borð og fá sömu niðurfærsluna miðað við tegund viðkomandi láns. Þeir sem telja sig ekki þurfa niðurfærslu geta hafnað henni og íslenska ríkið notað skattkerfið til að jafna stöðu manna á grundvelli eigna og tekna. Auknar skatttekjur vegna niðurfærslunnar og aukinnar samneyslu væru svo nýttar til að auka við eigið fé bankanna, Íbúðalánasjóðs eða til að rétta af stöðu ríkisins.Þjóðarsátt er nauðsynÞað er nauðsynlegt að leita þjóðarsáttar. Þjóðarsátt gengur út á að gera sér grein fyrir að við erum öll í sama báti. Enginn getur fengið allt sem hann vill, hvorki fjármálafyrirtækin né heimilin, atvinnurekendur eða verkalýðurinn, stjórn eða stjórnarandstaða.Tími er til kominn að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar komi sér saman um alvöru þjóðarsátt - fyrir okkur öll.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun