Kona lést á Langjökli Magnús Már Guðmundsson skrifar 31. janúar 2010 09:25 Um eitt hundrað björgunarmenn komu að aðgerðum á jöklinum. 45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum. Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
45 ára gömul kona sem féll ásamt syni sínum ofan í allt að 30 metra djúpa sprungu á Langjökli í gær var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. Sjö ára gömlum syni hennar er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, og er líðan hans eftir atvikum, að sögn vakthafandi læknis. Aðstæður til björgunar voru ákaflega erfiðar, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, sprungan var þröng og björgunarsveitarmenn þurftu að fara niður í hana, einn af öðrum, með höfuðið á undan sér til að freista þess að bjarga mæðginunum upp úr sprungunni. Konan var úrskurðuð látin þegar björgunarsveitarmenn höfðu náð að koma henni upp úr sprungunni. Björgunarstarfið tók fleiri klukkustundir, en þau munu hafa fallið ofan í sprungunni undir eittleytið í gærdag en töluvert var liðið á daginn þegar þau náðust upp. Slysið varð í vestanverðum Langjökli, norðaustan við Geitlandsjökul. Fólkið var í jeppaleiðangri og eftir því sem næst verður komist voru mæðginin á göngu skammt frá jeppunum þegar þau féllu í sprunguna. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu héldu þegar upp á jökulinn og voru þar um eitt hundrað björgunarmenn að störfum.
Andlát Björgunarsveitir Tengdar fréttir Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11 Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Langjökull krosssprunginn á slysstaðnum Sjö ára drengur liggur nú á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann bjargaðist úr hyldjúpri sprungu á Langjökli síðdegis í gær. Móðir hans var látin þegar hún náðist upp úr sprungunni. 31. janúar 2010 12:11
Þyrlan lent á Langjökli - verið að hífa einn upp Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Langjökli rétt fyrir klukkan tvö en kona og barna féllu í sprungu á vestanverðum jöklinum fyrr í dag. Skömmu fyrir þrjú var verið að hífa annað þeirra upp. Engar fregnir hafa borist af líðan fólksins. 30. janúar 2010 14:22