Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:15 Kristín Ýr Bjarnadóttir. Mynd/Valli Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira