Alþingi fær málskotsrétt til forseta Svavar Gestsson skrifar 13. nóvember 2010 06:30 Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forseti Íslands lýsti því yfir á dögunum að hann íhugaði að setja Icesave-málið aftur í þjóðaratkvæði. Hann dró ummæli sín ekki til baka í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofunni sama dag eins og hann hefði getað gert en vildi greinilega ekki gera. Þar með hefur hann í raun afnumið þingræðið í þessu máli - og hann getur það í fleiri málum. Nú er vitað að niðurskurður í heilbrigðismálum úti á landi er afar óvinsælt mál þar. Verður fjárlagafrumvarpið sent til þjóðaratkvæðis? Rökrétt afleiðing af þessari afstöðu forsetans væri sú að framvegis byrjaði Alþingi á því að spyrja forsetann áður en mál væri til meðferðar á Alþingi hvort líklegt væri að forsetinn myndi fallast á málið eða ekki. Alþingi hefur málskotsrétt til forsetans. Hvernig ætlar Alþingi að höggva á þennan hnút? Forsetinn getur tekið sér þetta vald gagnvart Alþingi af því að Alþingi er svo óvinsælt - meðal annars fyrir málflutning þingmannanna sjálfra - að enginn mun taka upp hanskann fyrir Alþingi. Ólafur mun því halda áfram; hann verður eins og Pútín og Medvedjeff í einum og sama manninum. Forsetinn getur líka komist upp með þetta vegna þess að það er ekki bannað í stjórnarskránni, engin skýr lög hafa verið sett um forsetaembættið. Þau þarf að setja og það er vel hægt að setja lög um forsetaembættið á grundvelli stjórnarskrárinnar eins og hún er. Þetta er ekki skrifað hér í hálfkæringi og enn síður í gríni. Hér er komið að kjarna lýðræðisins, þingræðinu: Viljum við þingræði eða viljum við eitthvað allt annað? Sú stjórnskipun sem Ólafur Ragnar hefur skapað hefur ekkert nafn því hvergi á jörðinni er þingið svo lítilsiglt að það þurfi að biðja um leyfi hjá þjóðhöfðingjanum til þess að fá að samþykkja mál. Unir Alþingi þessu eða er það kannski orðið alger drusla? Ólafur Ragnar hefur setið í 16 ár, fjögur kjörtímabil. Hann gengst upp í því að setja söguleg met. Hann mun bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins og hann hefur fundið pottþétta aðferð til að tryggja sér kosningu: Hann setur erfið mál í þjóðaratkvæði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun