Sigurbogi frelsisandans Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. júlí 2010 06:00 Því miður hef ég ekki komist hjá því að sjá nokkra sorpfréttaþætti hér á Spáni. Þar má fræðast má um beðmál fjölmiðlafígúra og önnur málefni sem þægilegast er að hafa út af fyrir sig. Þó hef ég dregið nokkurn lærdóm af þessum þáttum en hann er sá að lýtalækningar vilja oftast hafa í för með sér óheppilegar afleiðingar. Margir verða með tímanum eins og af kattarkyni. Aðrir verða eins og þeir hafi gleypt bjúgverpil og enn aðrir enda með skakkt nef sem fer fólki venjulega afar illa. Ekki ber að gráta þetta því ég tel að ljót mannvera geti orðið fögur um leið og hún stendur fyrir eitthvað fallegt. Þar sem ég vil ekki segja sögu af persónu sem mér þótti ljót en varð síðan falleg ætla ég að segja sögu af húsi, máli mínu til stuðnings. Í hliðinni fyrir ofan spænska þorpið Zújar er afar gamalt og illa farið hús. Fannst mér fátt þarfara hér í sveitinni en að fjarlægja slíkt óprýði sem gerði hlíðina hálf subbulega. Síðan var mér sagt að lýðveldissinni sem neitaði að beygja sig undir vald Francos eftir borgarastyrjöldina, sem lauk árið 1939, hefði haldið þar til í árafjöld. Sá hluti hússins, þar sem útlaginn dvaldi, var þá skemma og tók stúlka nokkur það að sér að færa honum mat þangað á laun en það var mikið áhættustarf því þung refsing lá við því að liðsinna óvinum einvaldsins. Veitti hún honum reyndar mun meira en fæðu því síðar bar hún barn undir belti. Það var afar óheppilegt því hver sú sem gat ekki gert grein fyrir barnsföður sínum var dæmd til eymdarlegra örlaga. Eftir rúmlega fimm ára veru greip útlaginn til þess ráðs að fela sig undir járnbrautarlest sem var á leið norður að frönsku landamærunum. Segir ekki frekar af ferðum hans á spænskri grundu. Yfirvöldum barst síðan beiðni um að leyfa stúlkunni að flytja til Frakklands þar sem barnsfaðir hennar væri franskur og gekk það eftir. Eignuðust þau fleiri börn í hinu frjálsa Frakklandi og hafa tvö þeirra komið hingað til Zújar til að kynnast sveitinni þar sem móðir þeirra sleit barnsskónum. Nú þykir mér hlíðin fögur enda stendur húsið í henni miðri og virkar á mig eins og sigurbogi frelsisandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun
Því miður hef ég ekki komist hjá því að sjá nokkra sorpfréttaþætti hér á Spáni. Þar má fræðast má um beðmál fjölmiðlafígúra og önnur málefni sem þægilegast er að hafa út af fyrir sig. Þó hef ég dregið nokkurn lærdóm af þessum þáttum en hann er sá að lýtalækningar vilja oftast hafa í för með sér óheppilegar afleiðingar. Margir verða með tímanum eins og af kattarkyni. Aðrir verða eins og þeir hafi gleypt bjúgverpil og enn aðrir enda með skakkt nef sem fer fólki venjulega afar illa. Ekki ber að gráta þetta því ég tel að ljót mannvera geti orðið fögur um leið og hún stendur fyrir eitthvað fallegt. Þar sem ég vil ekki segja sögu af persónu sem mér þótti ljót en varð síðan falleg ætla ég að segja sögu af húsi, máli mínu til stuðnings. Í hliðinni fyrir ofan spænska þorpið Zújar er afar gamalt og illa farið hús. Fannst mér fátt þarfara hér í sveitinni en að fjarlægja slíkt óprýði sem gerði hlíðina hálf subbulega. Síðan var mér sagt að lýðveldissinni sem neitaði að beygja sig undir vald Francos eftir borgarastyrjöldina, sem lauk árið 1939, hefði haldið þar til í árafjöld. Sá hluti hússins, þar sem útlaginn dvaldi, var þá skemma og tók stúlka nokkur það að sér að færa honum mat þangað á laun en það var mikið áhættustarf því þung refsing lá við því að liðsinna óvinum einvaldsins. Veitti hún honum reyndar mun meira en fæðu því síðar bar hún barn undir belti. Það var afar óheppilegt því hver sú sem gat ekki gert grein fyrir barnsföður sínum var dæmd til eymdarlegra örlaga. Eftir rúmlega fimm ára veru greip útlaginn til þess ráðs að fela sig undir járnbrautarlest sem var á leið norður að frönsku landamærunum. Segir ekki frekar af ferðum hans á spænskri grundu. Yfirvöldum barst síðan beiðni um að leyfa stúlkunni að flytja til Frakklands þar sem barnsfaðir hennar væri franskur og gekk það eftir. Eignuðust þau fleiri börn í hinu frjálsa Frakklandi og hafa tvö þeirra komið hingað til Zújar til að kynnast sveitinni þar sem móðir þeirra sleit barnsskónum. Nú þykir mér hlíðin fögur enda stendur húsið í henni miðri og virkar á mig eins og sigurbogi frelsisandans.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun