Stuðningsmenn FH munu örugglega fjölmenna í Krikann í kvöld þegar Logi Geirsson spilar sinn fyrsta alvöru leik fyrir FH í sex ár.
Logi hefur aðeins leikið með FH í undirbúningsleikjunum og bíða margir spenntir eftir því að sjá hann í kvöld er alvaran byrjar.
FH tekur þá á móti Aftureldingu í fyrstu umferð N1-deildar karla. Alls fara þrír leikir fram í kvöld.
Leikir kvöldsins:
18.30 HK-Akureyri
19.30 Fram-Selfoss
19.30 FH-Afturelding
Svo má benda á að FH-ingar eru með myndarlega upphitun fyrir leik kvöldsins á heimasíðu sinni, fh.is.