Picasso og Matisse stolið af safni í París 21. maí 2010 00:45 Gengið frá römmunum Þjófurinn virðist hafa gefið sér góðan tíma þegar hann fjarlægði verkin úr römmunum. fréttablaðið/AP Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira
Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Þjófavarnakerfi í nokkrum sala safnsins hefur verið bilað síðan í lok mars, að því er segir í yfirlýsingu frá Bertrand Delanoe, borgarstjóra í París. Öryggisfyrirtækið hafði pantað varahluti í þjófavarnakerfið, en þeir höfðu ekki enn borist fyrirtækinu frá framleiðanda. Á öryggismyndavélum sást einungis einn maður að verki innan veggja safnsins, og var hann grímuklæddur. Ekki er vitað hvort aðrir hafi beðið fyrir utan eða hann haft aðra vitorðsmenn. „Þetta er stórþjófnaður, á því leikur ekki vafi,“ segir Stephane Thefo, sérfræðingur alþjóðalögreglunnar Interpol sem sér um rannsóknir á alþjóðlegum listaverkaþjófnuðum. „Þessi verk eru ómetanleg.“ Hann sagðist efast um að þjófurinn hafi verið einn að verki, jafnvel þótt aðrir hafi ekki sést á öryggismyndavélum. Næturvörður í safninu tók eftir því rétt fyrir klukkan sjö í gærmorgun að málverkin voru horfin. Á svölum fyrir aftan safnið fundust tómir rammar verkanna, en svo virðist sem þjófurinn hafi fjarlægt verkin úr römmunum af mikilli nærgætni. Við svalirnar var brotin rúða, sem þjófurinn virðist hafa farið í gegnum. Erfitt hefur reynst að leggja ákveðið mat á verðmæti verkanna, enda þykja þau ómetanleg. Fyrst taldi skrifstofa saksóknara verðmæti þeirra geta numið allt að 500 milljónum evra, en síðar var sú tala lækkuð niður í 90 milljónir. Christophe Girard, aðstoðarmenningarráðherra Parísarborgar, sagði heildarverðmæti verkanna nema tæplega 100 milljónum. gudsteinn@frettabladid.is
Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Sjá meira