Gildahlöður og menningarbylting 20. október 2010 06:00 Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono". Mér er vel við Lennon og margt af því sem hann skapaði er hátt skrifað hjá mér. Friðarganga barnanna var gerð undir tilteknu merki, friðarmerkinu, sem frægt varð á tímum blómabyltingarinnar. Friðarmerkið er eins og önnur merki og tákn, það bendir til einhvers sem að baki stendur, vísar til gilda eða trúar, einhverrar stefnu, heimspeki eða gildismats. Ekkert er hlutlaust í henni veröld. Allt hefur í sér fólgin einhver gildi eða tilvísanir. En þrátt fyrir það er lífsskoðunum gert mishátt undir höfði og það með réttu. Við samþykkjum t.d. ekki lífsfjandsamlegar skoðanir en metum þær hærra sem boða frið, kærleika og sátt. Mikilvægt er að hlutlægni gildi varðandi álitamál á sviði lífsskoðana. Ég geri þetta að umtalsefni vegna þess að nú um þessar mundir er hart gengið fram gegn kristinni trú í landinu. Leikskólar, sem nú eru margir algjörlega lokaðir fyrir öllum áhrifum frá kirkju og kristni og þar með boðskap Jesú Krists um „frið og kærleika", virðast nú hafa opnað fyrir nýjum „trúarbrögðum" með nýjum „frelsurum". Af því tilefni spyr ég: Ef kristnir söfnuðir í miðbæ Reykjavíkur hefðu farið þess á leit við leikskólana að fá börnin með í friðargöngu til þess að mynda krosstákn og leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Jesú Krists", hefði fengist leyfi fyrir slíkri göngu? Hvað má gera með börnum? Hvað má kenna í skólum? Við þurfum að taka það allt til endurskoðunar, einkum í ljósi þess, að nú er hamast á kirkju og kristni sem aldrei fyrr og boðskapurinn um frið og kærleika sem þaðan kemur er af fámennum hópi talinn hættulegur börnum þessa lands. Hvar á að láta staðar numið í þessum efnum? Ég get til að mynda haft margt að athuga við gildismat íþróttafélaga í landinu og barist gegn því að þau fái aðgang að skólum vegna þess að íþróttir gangi margar hverjar, ef ekki flestar, út á samkeppni og yfirburði, hetju- og hlutadýrkun, eftirsókn eftir peningum, frægð og öðrum veraldlegum gæðum, sem tærast og eyðast. Sástu atganginn á dögunum í kringum hann Ronaldo, blessaðan? Og ég get líka lagst gegn því að ættjarðarljóð séu kennd í skólum og/eða sungin, þar sem slíkt geti alið á óeðlilegri þjóðrembu og hættulegri þjóðerniskennd (nasjónalisma). Og ég get líka lagst gegn því að nemendur í skólum láti sjást á sér eða flíkum sínum nokkur tískumerki eða slagorð. Einnig mætti berjast gegn því að vörumerki yfirleitt sjáist í skólum, ekki á nokkrum blýanti, penna eða strokleðri. Allt eru þetta í raun skoðanir sem eru sjálfum mér fjarri en nefndar hér til að sýna fram á fáránleika umræðunnar þegar kemur að rökum andstæðinga kristinnar trúar. Viljum við kannski þjóðfélag í anda menningarbyltingarinnar í Kína á dögum Maós formanns sem reyndi að þurrka allar skoðanir og háttsemi út nema eina skoðun og einn klæðnað? Allt er gildishlaðið. Engin kennsla er hlutlaus og verður aldrei. Hvernig á til dæmis að kenna sögu í skólum, menningu, trúarbrögð, tungumál, félagsfræði? Hvar ætla þau sem vilja kirkju og kristni út úr öllum skólum að draga mörkin? Krafa þeirra um að „gerilsneyða" skóla, af boðskap kristinnar trúar, vekur upp spurningar um allt sem fram fer í skólum, einnig í ríkisreknum fjölmiðlum og víðar. Gildahlöður þjóðfélagsins eru margar. Kristin kirkja geymir í sínum hlöðum gömul og margreynd gildi sem enn duga í lífsbaráttu einstaklinga og þjóðar. Félagar í Siðmennt eiga sínar gildahlöður. Vantrúarfélagar einnig. Sama má segja um fylgjendur stjórnmálaflokka, hagsmunasamtök öll og hreyfingar. Vilt þú íþróttir út úr skólum, sögukennslu, ættjarðarljóð, kristna menningu og grunngildi? Telur þú að þjóðfélagið þrífist í skjóli þöggunar og útilokunar? Meirihlutinn á ekki að kúga minnihlutann. Það er rétt. En meirihlutinn getur vissulega ráðið ferðinni og þannig er það yfirleitt í lýðræðisþjóðfélagi. En vilt þú að minnihluti landsmanna kúgi meirihlutann með útilokun skoðana og trúar fjöldans? Rétturinn til trúfrelsis er réttur til trúar en ekki frá trú. Ég get ekki krafist þess að trúarskoðanir heyrist hvergi í opinberri umræðu því sú krafa leiðir óhjákvæmilega til þess að allar skoðanir verði bannaðar. Þöggun skoðana leiðir ekki af sér umburðarlyndi heldur hið gagnstæða. Ekkert þjóðfélag þrífst án grunngilda. Ef þessum gildum verður varpað fyrir róða, hvað verður þá tekið upp í staðinn? Í fjölhyggjusamfélagi þarf fólk að læra að virða og meta skoðanir annarra. Þess vegna eiga skoðanir að fá að heyrast og birtast en ekki að lúta þöggun af hálfu þröngsýnna manna. Ég tel að þöggunin sem nú er reynt að innleiða í skóla muni leiða af sér fordóma, fáfræði og fátækara samfélag. Ég vil ekki búa í slíku þjóðfélagi. En þú?
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun