Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 21. október 2010 06:00 Morgunblaðið Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira