Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina 28. september 2010 06:00 Ávanabindandi - Neytendur ánetjast munntóbaksnotkun. Fréttablaðið/ Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Sjá meira