Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina 28. september 2010 06:00 Ávanabindandi - Neytendur ánetjast munntóbaksnotkun. Fréttablaðið/ Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira
Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. Eftir hæga en stöðuga aukningu á milli áranna 1999 og 2003 stórjókst sala ár frá ári, en aldrei líkt og síðasta ár, þar sem varð aukning upp á fjögur tonn frá árinu 2008. Samhliða þessari magnaukningu hefur hlutfall neftóbaks í heildartóbakssölu ÁTVR líka verið stígandi. Á síðasta ári nam neftóbakssala 184,5 milljónum króna. Þessa miklu aukningu má tengja við stóraukna munntóbaksnotkun á síðustu árum. Rannsóknir Lýðheilsustöðvar leiða í ljós að tæp 20 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára nota munntóbak, þar af notar mikill meirihluti íslenskt tóbak í þeim tilgangi. Innflutningur á sænsku tóbaki er ólöglegur, en um árabil þreifst hér markaður með smygl, sem hefur minnkað verulega síðustu ár. Það sýna tölur frá Tollgæslunni sem gerði tæp 78 kíló af tóbaki, öðru en vindlum og sígarettum, upptæk í fyrra, í samanburði við 180 kíló árið 2007. Þessi þróun hefur heldur ekki farið fram hjá Viðari Jenssyni, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, sem segir aukninguna mikið áhyggjuefni, þar sem sannað þykir að neysla munntóbaks sé mjög ávanabindandi. „Notendur eru jafnan með tóbak í vörinni lengst af dags. Auk þess sýna rannsóknir fram á að við notkun munntóbaks verður mikil inntaka á nikótíni og jafnvel meiri en við reykingar.“ Í dreifiriti Lýðheilsustöðvar er einnig vitnað í sænska rannsókn þar sem kemur m.a. fram að munntóbaksnotkun má tengja við ýmis konar sjúkdóma og kvilla. Benda sumar jafnvel til aukinnnar hættu á krabbameini í munnholi. Til að bregðast við vandanum hefur nýju átaki verið hleypt af stokkunum þar sem Lýðheilsustöð, KSÍ og Jafningjafræðslan munu taka höndum saman til að stemma stigu við munntóbaksnotkun meðal ungra knattspyrnuiðkenda. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Sjá meira