Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag en það er mesta hækkun dagsins. Ein viðskipti með hlutabréfin upp á hundrað þúsund krónur standa á bak við hækkunina.
Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa færeyska bankans Eik Bank, sem hækkaði um 3,29 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 3,05 prósent, Century Aluminum um 2,19 prósent og Færeyjabanka um 0,32 prósent.
Ekkert hlutabréf lækkaði í verði á sama tíma.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63 prósent og endaði í 920,68 stigum.