Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur jafnað sig af meiðslum og verður með Chelsea gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter vann fyrri leikinn 2-1.
Carvalho hefur ekki spilað síðan hann meiddist í tapleiknum gegn Manchester City 27. febrúar en búist er við því að hann verði í byrjunarliðinu á morgun.
Ross Turnbull, þriðji markvörður Chelsea, mun standa í rammanum. Þetta verður fyrsti leikur Jose Mourinho á Stamford Bridge síðan hann var rekinn frá félaginu í september 2007. Búist er við því að hann fái höfðinglegar móttökur hjá áhorfendum.