The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Hafsteinn Hauksson skrifar 29. maí 2010 12:18 Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira